Ríkis­stjórnin kom saman til fundar í Ráð­herra­bú­staðnum nú í morgun en þar verður farið yfir stöðu mála vegna lífs­kjara­samninganna. Búist er við því að ríkis­stjórnin muni kynna að­gerðir til að tryggja frið á vinnu­markaði að fundi loknum.

Katrín Jakobs­dóttir for­sætis­ráð­herra, á­samt öðrum for­ystu­mönnum ríkis­stjórnar­flokkanna, átti tvo fundi í gær með full­trúum Sam­taka at­vinnu­lífsins vegna hugsan­legrar upp­sagnar sam­takanna á Lífs­kjara­samningnum. Þá átti Katrín fund með Drífu Snæ­dal, for­seta ASÍ, síð­degis í gær.

Að þeim fundi loknum sagði Katrín að farið yrði yfir málið á fundi ríkis­stjórnarinnar sem hófst nú á níunda tímanum. Sagði Katrín að verið væri að skoða að­gerðir til að tryggja frið á vinnu­markaði. Heimildir Frétta­blaðsins herma að að­gerðir verði kynntar eftir ríkis­stjórnar­fundinn.

Mynd/Anton Brink
Mynd/Anton Brink
Mynd/Anton Brink
Mynd/Anton Brink
Mynd/Anton Brink
Mynd/Anton Brink
Mynd/Anton Brink