Ríkisstjórnin heldur velli samkvæmt nýjustu niðurstöðum ÍSKOS (Íslensku kosningarannsóknarinnar). Samkvæmt henni fá ríkistjórnarflokkarnir þrír 32 þingmenn af 63 og halda því naumlega meirihluta.
Könnunin er viðhorfskönnun meðal kjósenda og hefur frá árinu 1983 verið framkvæmd eftir hverjar kosningar frá árinu 1983 en frá árinu 2016 á meðan kosningabaráttunni stendur.
Sú nýbreytni á sér stað í ár að tölurnar um fylgi verða uppfærðar á hverjum degi. Því er hægt að sjá að fylgið breytist ef forsendunum er breytt, eins og ef aðeins síðustu tíu dagar eru teknir með, en ekki síðustu 16.

Þá er einnig sú nýbreytni að spyrja um hvern fólk vilji í forsætisráðherrastól og þar er vilji kjósenda skýr en alls 37,8 prósent vilja að Katrín haldi áfram sem forsætisráðherra.
Einnig er spurt um þátttöku í umræðum og hversu miklum tíma fólk hefur varið í að skoða innlendar fréttir.

Hægt er að kynna sér niðurstöðurnar hér, en eins og fyrr segir, þá uppfærast þær daglega.