Ríkis­stjórnin heldur velli sam­kvæmt nýjustu niður­stöðum ÍS­KOS (Ís­lensku kosninga­rann­sóknarinnar). Sam­kvæmt henni fá ríki­stjórnar­flokkarnir þrír 32 þing­menn af 63 og halda því naum­lega meiri­hluta.

Könnunin er við­horfs­könnun meðal kjós­enda og hefur frá árinu 1983 verið fram­kvæmd eftir hverjar kosningar frá árinu 1983 en frá árinu 2016 á meðan kosninga­bar­áttunni stendur.

Sú ný­breytni á sér stað í ár að tölurnar um fylgi verða upp­færðar á hverjum degi. Því er hægt að sjá að fylgið breytist ef for­sendunum er breytt, eins og ef að­eins síðustu tíu dagar eru teknir með, en ekki síðustu 16.

Fylgi flokka og fjöldi þingmanna miðað við nýjustu niðurstöður. Innan sviga eru uppbótarþingmenn.

Þá er einnig sú ný­breytni að spyrja um hvern fólk vilji í for­sætis­ráð­herra­stól og þar er vilji kjós­enda skýr en alls 37,8 prósent vilja að Katrín haldi á­fram sem for­sætis­ráð­herra.

Einnig er spurt um þátt­töku í um­ræðum og hversu miklum tíma fólk hefur varið í að skoða inn­lendar fréttir.

Katrín er vinsæl sem forsætisráðherra.
Mynd/Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands

Hægt er að kynna sér niður­stöðurnar hér, en eins og fyrr segir, þá upp­færast þær dag­lega.