Ríkisstjórnin fundar í dag um tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnarlæknis um tilslakanir á samkomubanni.
Þórólfur greindi frá því á upplýsingafundi almannavarna í gær að tilslakanir taki að öllum líkindum gildi um miðja viku.
Annað minnisblað sóttvarnarlæknis til heilbrigðisráðherra fjallar um aðgerðir innanlands og hitt fjallar um samkomutakmarkanir í skólum en reglugerðin sem gildir um skólana rennur út 1. mars. Þórólfur sagði að tilslakanir væru byggðar á þeim skilningi að fólk væri enn að nota grímuna og átti ekki von á því að gríman yrði felld alveg strax.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði í síðustu viku að einhugur væri í ríkisstjórninni að slaka á innanlands.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagðist bjartsýn og að næsta stóra málið væri að draga út atvinnumissi.