Ríkis­stjórnar­fundur verður haldinn í Salt­húsinu í Grinda­vík á morgun klukkan 10. Ríkis­stjórnin mun einnig funda þar með full­trúum sveitar­fé­laga innan sam­bands sveitar­fé­laga á Suður­nesjum.

Þetta kemur fram í til­kynningu á vef Stjórnar­ráðsins.

Þá verður vinnu­fundur ríkis­stjórnarinnar haldinn í Duus Safna­húsinu í Reykja­nes­bæ eftir há­degi. Að fundi loknum verður haldinn blaða­manna­fundur kl. 16 þar sem farið verður yfir fram­gang verk­efna í stjórnar­sátt­mála og að­gerðir til að styðja við skapandi greinar kynntar. Að blaða­manna­fundinum loknum eða um kl. 16.30 munu ráð­herrar veita fjöl­miðlum við­töl.

Ekki ljóst hvort fjallað verður um sótt­varna­að­gerðir

Róbert Mars­hall, upp­lýsinga­full­trúi ríkis­stjórnarinnar, segist ekki geta sagt neitt um hvort breytingar á sótt­varna­að­gerðum verði kynntar á morgun. Ef svo væri þá yrði tekin á­kvörðun um það á fundi ríkis­stjórnarinnar. Vísir hefur það eftir Róbert.

Það má þó telja nokkuð lík­legt að sótt­varna­mál verði til um­ræðu á fundinum hvort sem á­fram­haldandi innan­lands­að­gerðir verða kynntar á morgun eða ekki.

Næsti ríkis­stjórnar­fundur, á eftir fundi morgun­dagsins, er á dag­skrá föstu­daginn 13. ágúst. En nú­gildandi sam­komu­tak­markanir innan­lands eru í gildi til og með þeim degi.

Fréttin var uppfærð kl. 21:02.