Ráðherrar ríkisstjórnarinnar vildu lítið segja á leið inn á ríkisstjórnarfund nú í hádeginu. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, staðfesti að ríkisstjórnin myndi ræða minnisblað sóttvarnarlæknis.

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Fréttablaðið/Eyþór

„Kemur í ljós,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.

Alls greindust 16 manns með Covid-19 innanlands í gær. Þar af voru sex í sóttkví. Eftir daginn í gær eru 385 manns í sóttkví og 124 í einangrun.

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.
Fréttablaðið/Eyþór

Aðspurður hvort ríkisstjórnin myndi ræða hertar takmarkanir vegna smita sagði Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, að það væri líklegt. „Það kemur bara í ljós. En er það ekki líklegt?,“ sagði hann.

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Fréttablaðið/Eyþór

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, vissi ekki um framhaldið. Ríkisstjórnin myndi ræða minnisblað sóttvarnarlæknis en hún sagðist ekki vita hvort einhverjar aðgerðir yrðu kynntar eftir fundinn. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, vildi ekki tjá sig.