Svan­dís Svavars­dóttir mat­væla­ráð­herra kynnti ný­verið að fjórum starfs­hópum auk sam­ráðs­nefndar hefði verið falið að greina á­skoranir og tæki­færi í sjávar­út­vegi og tengdum greinum.

Tuttugu sér­fræðingar skipa starfs­hópana fjóra og fá sam­tals 72 milljónir fyrir störf sín næstu tvö árin. Auð auki sitja 23 þing­menn og full­trúar hags­muna­sam­taka í sér­stakri sam­ráðs­nefnd en ekki er gert ráð fyrir að greidd verði laun fyrir þá vinnu.

Þar með eru nefndir sem vinna, eða hafa unnið, ýmis tíma­bundin verk­efni fyrir ríkis­stjórnina orðnar 209 talsins. Þá eru ó­taldar aðrar hátt í 400 nefndir og ráð á vegum ráðu­neyta, sem lúta ekki lög­málum um til­greindan tíma­ramma.


Flestar nefndir í heilbrigðismálum en engin í utanríkismálum

Ráðu­neyti heil­brigðis­mála er með flesta starfs­hópa á sínum snærum, 31 talsins. Þeirra á meðal er starfs­hópur um af­glæpa­væðingu neyslu­skammta og nefnd um skil­virk þjónustu­kaup, svo eitt­hvað sé nefnt.

Næstir á eftir heil­brigðis­ráð­herra koma mat­væla­ráð­herra og mennta- og barna­mála­ráð­herra með 26 starfs­hópa hvor ráð­herra. Vinna við endur­skoðun á þjónustu í þágu barna er fyrir­ferða­mikil í ráðu­neyti Ás­mundar Einars Daða­sonar á meðan fyrir­hugaðar um­bætur í land­búnaði og sjávar­út­vegi eru frekar til fjörsins í ráðu­neyti Svan­dísar Svavars­dóttur.

Ráðu­neyti um­hverfis-, orku- og lofts­lags­mála kemur þar fast á eftir með 24 nefndir að störfum.

Eitt ráðu­neyti sker sig úr hvað tíma­bundin verk­efni starfs­hópa varðar. Það er ráðu­neyti Þór­dísar Kol­brúnar Reyk­fjörð Gylfa­dóttur. Í utan­ríkis­ráðu­neytinu er engin slík nefnd að störfum, sam­kvæmt upp­lýsingum á vef Stjórnar­ráðsins.

Fengu tilmæli um að kanna hvort þörf sé fyrir nefndirnar

Árið 2000 réðst Ríkis­endur­skoðun í yfir­grips­mikla út­tekt á störfum nefnda á vegum hins opin­bera og launa­greiðslum til nefndar­manna.

Sú vinna leiddi í ljós að mikill mis­brestur hafði verið á því hvort verk­efna­nefndir skiluðu árangri. Jafn­framt beindi Ríkis­endur­skoðun þeim til­mælum til ráð­herra að farið yrði yfir starfandi nefndir og skoðað hvort í raun væri þörf á þeim.