Þor­gerður Katrín Gunnars­dóttir, formaður Viðreisnar, spurði Katrínu Jakobs­dóttur for­sætis­ráð­herra, í ó­undir­búnum fyrir­spurnum á Al­þingi í dag, hvort á­kvörðun Donald Trumps Banda­ríkja­for­seta um að draga her­lið Banda­ríkjanna til baka frá norður­hluta Sýr­lands hafi verið rædd innan ríkis­stjórnarinnar og hvort til stæði að gefa út stuðnings­yfir­lýsingu við Kúrda.

Katrín sagði að á­kvörðun Banda­ríkja­for­setans ekki verið til um­ræðu innan ríkis­stjórnarinnar en málið verður tekið upp á vett­vangi ríkis­stjórnarinnar síðar í vikunni. Hún segist enn sem komið er ekki hafa náð í Guð­laug Þór Þórðars­son utan­ríkis­ráð­herra þar sem hann er í Afríku. Hún bætir við að óskað hafi verið eftir fundi í utan­ríkis­mála­nefnd og telur hún rétt að sá fundur fari sem fyrst fram.

„Ég vil minna á það að ís­lensk stjórn­völd hafa á fyrri stigum gagn­rýnt hernaðar­að­gerðir Tyrkja gegn Kúrdum í Sýr­landi. Sömu­leiðis lýstu ís­lensk stjórn­völd sér­stakri á­hyggju yfir stöðu mála á vett­vangi At­lants­hafs­banda­lagsins í kjöl­far harðnandi á­taka í Afrín-héraði,“ sagði Katrín í svari sínu um mögu­lega stuðnings­yfir­lýsingu við Kúrda en hún bendir á að þessi stefnu­breyting Banda­ríkjanna hafi ekki verið til um­ræðu innan At­lants­hafs­banda­lagsins.