Ríkis­stjórnin bætir við sig fylgi meðal kjós­enda degi fyrir Al­þingis­kosningar miðað við nýja könnun Gallup. Ríkis­stjórnar­flokkarnir þrír fá 50 prósent fylgi og fengju 35 þing­menn yrðu þetta niður­stöður kosninganna.

Ríkis­út­varpið greinir frá könnuninni. Er hún í takti við niður­stöður kannanna Maskínu og MMR, þar sem ríkis­stjórnin hélt einnig velli, naum­lega þó.

Níu flokkar inni

Í könnun Gallup mælist Sjálf­stæðis­flokkurinn með 23,4 prósent fylgi, Fram­sókn 14,9 prósent fylgi og VG með 12,0 prósent.

Sam­fylkingin er stærst stjórnar­and­stöðu­flokka með 12,6 prósent, Við­reisn með 9,2 prósent fylgi og Píratar með 8,8 prósenta fylgi. Mið­flokkurinn 6,8 prósent, Flokkur fólksins með 6,4 og Sósíal­istar með 5,3 prósent.

Stjórnar­and­staðan yrði þar með með 28 þing­menn gegn 35 þing­mönnum ríkis­stjórnarinnar. Er þetta öruggari meiri­hluti en hingað til hefur sést í knönunum. Gallup könnunin var gerð dagana 20. til 24. septem­ber og svöruðu 4839 manns. Þát­taka var 51,9 prósent.