Ríkisstjórnin fellur samkvæmt nýrri könnun MMR og Morgunblaðsins. Samkvæmt könnuninni eru Sjálfstæðisflokkurinn í sókn, með 14 þingsæti, og Framsóknarflokkurinn, með 11 þingsæti. Vinstri hreyfingin grænt framboð fær samkvæmt könnuninni 11 þingsæti og því er ríkisstjórnin samanlagt með 31 þingsæti.
Þar kemur fram að mestu munar um fylgistap á vinstri væng en auk VG hefur Samfylkingin og Sósíalistaflokkurinn einnig tapað fylgi miðað við kannanir MMR.
Í umfjöllun Morgunblaðsins er einnig farið yfir ólíkt fylgi meðal aldurshópa og eftir kjördæmi.