Ríkis­stjórnin fellur sam­kvæmt nýrri könnun MMR og Morgun­blaðsins. Sam­kvæmt könnuninni eru Sjálf­stæðis­flokkurinn í sókn, með 14 þing­sæti, og Fram­sóknar­flokkurinn, með 11 þing­sæti. Vinstri hreyfingin grænt fram­boð fær sam­kvæmt könnuninni 11 þing­sæti og því er ríkis­stjórnin saman­lagt með 31 þing­sæti.

Þar kemur fram að mestu munar um fylgis­tap á vinstri væng en auk VG hefur Sam­fylkingin og Sósíal­ista­flokkurinn einnig tapað fylgi miðað við kannanir MMR.

Í umfjöllun Morgunblaðsins er einnig farið yfir ólíkt fylgi meðal aldurshópa og eftir kjördæmi.

Fréttin á vef mbl.is.