Ríkis­stjórn Tonga gaf í dag fyrstu yfir­lýsingu sína eftir sprengi­­gosið þann 15. janúar í eld­­fjallinu Hunga Tonga-Hunga Ha'apai og flóð­bylgjunni sem því fylgdi.

Ríkis­stjórnin segir að eyja­ríkið hafi orðið fyrir for­dæma­lausum ham­förum. Stað­fest er að þrjár mann­eskjur hafa látist, þar af tveir heima­menn og ein bresk kona.

Í yfir­lýsingunni segir að sum minni eyjanna hafi orðið sér­stak­lega illa úti. Á einni eyjunni hafi öll hús eyði­lagst og á annarri voru að­eins tvö hús eftir.

Illa gengur að veita neyðar­að­stoð þar sem aska fellur en til frá eld­fjallinu. Sjálf­boða­liðar hafa unnið að því að sópa flug­brautina á aðal­flug­vellinum til að flug­vélar geti lent með vatn og birgðir fyrir eyjarnar.

Sam­band við um­heiminn rofnaði eftir að eini neðan­sjávar­strengur Tonga skarst í sundur í eld­gosinu. Ríkis­stjórnin segir að inter­net liggi allt niðri en að sum síma­kerfi innan­lands virki enn og unnið sé að því að laga sam­bandið.

Þá er brott­flutningur hafinn af þeim eyjum sem urðu mest fyrir á­hrifum af eld­gosinu.