Ný ríkis­stjórn verður kynnt á morgun í Dan­mörku, en Sósíal­demó­kratar, Ven­stre og Modera­ter­ne eru búnir að mynda ríkis­stjórn.

Mette Frederik­sen, for­sætis­ráð­herra Dan­merkur fundaði með drottningunni í kvöld, en í sam­tali við Danska ríkis­sjón­varpið sagði Frederik­sen að sam­starfið sé mikil­vægt fyrir Dan­mörku.

Í kosningunum fékk flokkur Frederik­sen fékk þvert á spár sína bestu kosningu í ára­tugi og er alls með 27,5 prósent at­­kvæða og er þannig stærsti flokkurinn á Fol­ketin­get, þingi Dana.