Ný ríkisstjórn verður kynnt á morgun í Danmörku, en Sósíaldemókratar, Venstre og Moderaterne eru búnir að mynda ríkisstjórn.
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur fundaði með drottningunni í kvöld, en í samtali við Danska ríkissjónvarpið sagði Frederiksen að samstarfið sé mikilvægt fyrir Danmörku.
Í kosningunum fékk flokkur Frederiksen fékk þvert á spár sína bestu kosningu í áratugi og er alls með 27,5 prósent atkvæða og er þannig stærsti flokkurinn á Folketinget, þingi Dana.