Qa­sym-Jomart Toqa­yev for­seti Kasakstan sam­þykkti í dag upp­sögn ríkis­stjórnar landsins. Upp­sögnin kemur eftir gríðar­leg mót­mæli og ó­eirðir vegna hækkað bensín­verðs.

Toqa­yev hefur einnig lýst yfir neyðar­á­standi á sumum svæðum næstu tvær vikurnar vegna ó­eirðanna. Stór mót­mæli eru á mörgum stöðum og sum staðar hafa þau snúist upp í of­beldi. Neyðar­á­standinu fylgir bann á stórum sam­komum og út­göngu­bann á nóttinni.

Alik­han Sma­ilov vara­for­sætis­ráð­herra hefur verið skipaður for­sætis­ráð­herra tíma­bundið vegna upp­sagnar ríkis­stjórnarinnar.

Mót­mælin hófust eftir að ríkis­stjórnin á­kvað að lyfta hömlum á verði á bensíni með þeim af­leiðingum að bensín­verð fyrir al­menning jókst upp úr öllu valdi. Olíu­iðnaður er mjög mikill í landinu.

Toqa­yev til­kynnti í gær að ríkis­stjórnin myndi beita sér fyrir því að lækka bensín­verð til að koma á stöðug­leika í landinu, sam­kvæmt BBC.