Qasym-Jomart Toqayev forseti Kasakstan samþykkti í dag uppsögn ríkisstjórnar landsins. Uppsögnin kemur eftir gríðarleg mótmæli og óeirðir vegna hækkað bensínverðs.
Toqayev hefur einnig lýst yfir neyðarástandi á sumum svæðum næstu tvær vikurnar vegna óeirðanna. Stór mótmæli eru á mörgum stöðum og sum staðar hafa þau snúist upp í ofbeldi. Neyðarástandinu fylgir bann á stórum samkomum og útgöngubann á nóttinni.
Alikhan Smailov varaforsætisráðherra hefur verið skipaður forsætisráðherra tímabundið vegna uppsagnar ríkisstjórnarinnar.
The size of the protests in #Kazakhstan's capital, Nur-Sultan. pic.twitter.com/gXvHch5U04
— Jake Hanrahan (@Jake_Hanrahan) January 5, 2022
Mótmælin hófust eftir að ríkisstjórnin ákvað að lyfta hömlum á verði á bensíni með þeim afleiðingum að bensínverð fyrir almenning jókst upp úr öllu valdi. Olíuiðnaður er mjög mikill í landinu.
Toqayev tilkynnti í gær að ríkisstjórnin myndi beita sér fyrir því að lækka bensínverð til að koma á stöðugleika í landinu, samkvæmt BBC.