Édou­ard Philippe, for­sætis­ráð­herra Frakk­lands, greindi í morgun for­seta landsins frá því að ríkis­stjórnin hefði sagt af sér. Hann og aðrir ráð­herrar láta af störfum um leið og for­setinn Emmanuel Macron hefur fundið nýjan for­sætis­ráð­herra.

Til­kynning um þetta barst frá for­seta­höllinni í morgun en nánari skýring á upp­sögn ríkis­stjórnarinnar er þar ekki gefin. Sam­kvæmt frétt The Guar­dian hefur þó legið lengi í loftinu að ný ríkis­stjórn taki við í landinu en því hefur verið haldið fram að slíkt út­spil gagnist for­setanum Macron vel fyrir næstu kosningar en fylgi hans hefur dalað mikið upp á síð­kastið.

Á meðan hefur Philippe hins vegar notið tölu­verðra vin­sælda og sýna nýjustu skoðana­kannanir að hann njóti trausts um helming kjós­enda í landinu á meðan Macron mælist með um 33 til 39 prósenta fylgi.

Frétt The Guardian um málið.