Repúblikaninn Gregg Ab­bott, ríkis­stjóri Texas, greindist í gær með Co­vid-19. Hann er harður and­stæðingur grímu- og bólu­setningar­skyldu en er þó full­bólu­settur sjálfur. Frá þessu greindi hann á Twitter. Hann undir­gengst nú læknis­með­ferð.

Ab­bott hefur barist gegn því fyrir dóm­stólum að í­búar Texas verði skikkaðir til þess að bera grímur eða láta bólu­setja sig og er eitt slíkt mál komið fyrir Hæsta­rétt Banda­ríkjanna. Á­standið í Texas vegna far­aldursins er afar slæmt. Smitum fjölgar stöðugt og víða eru spítalar yfir­fullir.

Ríkis­stjórinn greindist smitaður innan við sólar­hring eftir að hafa tekið þátt í fjöl­mennum fundi sam­taka Repúblikana í Collin-sýslu í Texas. Í mynd­skeiðum sem birst hafa á sam­fé­lags­miðlum má sjá Ab­bott brosandi taka í hendurnar á stuðnings­fólki sínu þar sem flestir voru grímu­lausir. Þar sagði hann fundar­gestum að grímu­notkun ætti að vera val­kvæð.

Í það minnsta tíu aðrir sitjandi ríkis­stjórar vestan­hafs hafa greinst með Co­vid-19, fjórir Demó­kratar og sex Repúblikanar.