Sig­ríður J. Frið­jóns­dóttir, Ríkis­sak­sóknari, telur Lands­rétt hafa komist að rangri niður­stöðu þegar sak­fellingu manns, sem dæmdur var í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun, var snúið við í Lands­rétti á síðasta ári. Hæsti­réttur hafnaði á­frýjunar­beiðni ríkis­sak­sóknara í síðustu viku.

„Ríkis­sak­sóknari taldi að dómur Lands­réttar í [málinu] væri ber­sýni­lega rangur að formi og efni,“ segir Sig­ríður í svörum við fyrir­spurn Frétta­blaðsins. Það hafi þó ekki komið henni á ó­vart að Hæsti­réttur hafi hafnað á­frýjunar­beiðninni enda afar fá­títt að Hæsti­réttur heimili á­frýjun saka­mála.

Ofbeldi og ólögmæt nauðung

Málið sem um ræðir varðar mann sem á­kærður var fyrir nauðgun á Þjóð­há­tíð haustið 2016. Í málinu bar manninum og stúlkunni saman um að kyn­mök hafi byrjað með sam­þykki beggja. Stúlkan sagði manninn síðan hafa orðið of­beldis­fullan og nauðgað henni.

Maðurinn hafi beitt hana of­beldi meðal annars með því að „taka hana kverka­taki, toga í hár hennar, kasta henni til og frá og slá hana í and­lit og í þjó­hnappa.“ Þá hafi hann sett getnaðar­lim sinn í enda­þarm hennar án hennar sam­þykkis og haft aftur við hana sam­ræði í gras­bala skammt frá með því að beita hana of­beldi og ó­lög­mætri nauðung.

„Óhefðbundið kynlíf"

Í héraðs­dómi er vísað til skýrslu læknis, sem skoðaði stúlkuna eftir at­burðinn, og mynda sem sýna á­verka á hálsi, framan á lærum og rassi og skrámur á maga. Reifaður er fram­burður hjúkrunar­fræðings sem tók á móti brota­þola í sjúkra­skýli og sál­fræðings sem hafði hana til með­ferðar vegna á­falla­streitu­röskunar í kjöl­farið.

Vitnum bar saman um að stúlkan væri trú­verðugur í frá­sögn sinni. Bæði maðurinn og stúlkan voru ölvuð þegar at­burðurinn átti sér stað en maðurinn var einnig undir á­hrifum fíkni­efna.

Einnig er vísað til þess að maðurinn hafi upp­haf­lega sagt að um mjög venju­legar sam­farir hafi verið að ræða. Í síðari fram­burði mannsins hafi hann þó lýst sam­förum og kyn­lífi sem getur að mati dómsins ekki talist vera mjög venju­legt, enda hefur hann sjálfur lýst því sem ,,ó­hefð­bundnu kyn­lífi."

Í málinu er einnig deilt um skila­boð sem send voru úr síma brota­þola til á­kærða sem skilja hafi mátt sem vilja hennar til að stunda ó­hefð­bundið kyn­líf. Í héraðs­dómi er byggt á því að jafn­vel þótt brota­þoli hafi sent skila­boðin til á­kærða gætu þau ekki orðið til þess að á­kærði hafi mátt ganga fram með þeim hætti lýst var í á­kæru.

„Er mat dómsins að við slíkt ó­hefð­bundið kyn­líf milli fólks, sem þar að auki þekkist að­eins laus­lega fyrir at­vikið, hvíli á þátt­tak­endum enn ríkari skylda en ella til að afla ó­tví­ræðs sam­þykkis fyrir öllum at­höfnum sínum.“ Var á­kærði sak­felldur í héraði og dæmdur í þriggja ára fangelsi.

Ríkari skylda en ella til að afla ó­tví­ræðs sam­þykkis fyrir öllum at­höfnum.

Röng niðurstaða

Maðurinn var sýknaður í Landsrétti. Í for­sendum dómsins kemur fram að á­kærði hafi stað­fast­lega neitað því að hafa brotið gegn brota­þola með þeim hætti sem honum er gefið að sök í málinu. Ekkert hafi komið fram í málinu sem til þess sé fallið að draga úr trú­verðug­leika hans.

„Á­kæru­valdið telur Lands­rétt hafa komist að rangri niður­stöðu í málinu vegna þess að heildar­mat á sönnunar­gögnum málsins var alls ó­full­nægjandi,“ segir í á­frýjunar­beiðni Ríkis­sak­sóknara.

Niður­staða Lands­réttar sé sú að á­kærði hafi haft rétt­mæta á­stæðu til að ætla að brota­þoli væri sam­þykk at­höfnum hans í um­rætt sinn. „Að þessari niður­stöðu kemst rétturinn án þess að leggja mat á sönnunar­gildi fram­burðar brota­þola og annarra gagna málsins sem hér hefur verið farið yfir.“