Ákvörðun um áfrýjun nýuppkveðins dóms í Rauðagerðismálinu liggur nú hjá ríkissaksóknara. „Það sem liggur fyrir er að fara yfir dóminn og gögn málsins.

Að því loknu verður tekin ákvörðun um það hvort málinu verður áfrýjað,“ segir Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari aðspurð um næstu skref.

Nokkrar leiðir varðandi áfrýjun málsins eru mögulegar.

Þótt Angjelin Mark Sterkaj hafi játað að hafa orðið Armando Bequiri að bana í Rauðagerði 13. febrúar og fengið 16 ára fangelsisdóm fyrir morðið, er dómum í manndrápsmálum nær undantekningarlaust áfrýjað, annaðhvort af hinum dómfellda eða ákæruvaldinu.

Þrjú voru sýknuð af ákæru fyrir manndráp í málinu. Til greina kemur að ákæruvaldið áfrýi dómi hvað þau öll varðar eða hluta þeirra.