Ríkis­sak­sóknari mun ekki á­frýja dómi héraðs­dóms í máli á­kæru­valds á hendur Marek Mosz­cynki vegna brunans á Bræðra­borgar­stíg. Fyrst var greint frá á dv.is

Marek var sýknaður í síðustu viku fyrir að hafa kveikt í húsi á Bræðra­borgar­stíg með þeim af­leiðingum að þrír létust.

„Ef að á­kæru­valdið telur það rétta niður­stöðu að hann sé ó­sak­hæfur og það er enginn vafi í huga á­kæru­valdsins að hann sé ó­sak­hæfur og niður­staða héraðs­dóms sé rétt með það að hann sé dæmdur í öryggis­gæslu. Á­kæru­valdið er ekki að á­frýja þeim dómi til að reyna að fá hann sak­felldan sem sak­hæfan ef að allir sér­fræðingar sem hafa skoðað hann segja hann ó­sak­hæfan. Það þjónar engum til­gangi að ætla Lands­rétti að snúa því við,“ segir Helgi Magnús Gunnars­son, vara­ríkis­sak­sóknari, í sam­tali við Frétta­blaðið.

Hann segir að á­kvörðunin tengist því ekki að er­lendir ríkis­borgarar létust í brunanum heldur sé það oftast þannig þegar fólk er dæmt ó­sak­hæft að ekki sé á­frýjað nema á­greiningur sé um mat sér­fræðinga.

Hann segir að það komi fyrir að slíkum málum sé á­frýjað ef að á­kæru­vald ef að á­greiningur er um mat geð­lækna og dóm­kvaddra sér­fræðinga en að í þessu máli hafi ekki verið á­greiningur um það.