Ríkis­lög­reglu­stjóri fagnar á­kvörðun Ríkis­endur­skoðanda um að verða við beiðni em­bættisins um stjórn­sýslu­út­tekt. Þetta kemur fram í frétt ávef Lög­reglunnar sem birtist nú skömmu fyrir klukkan sex.

Eins og Frétta­blaðið hefur greint frá sendi em­bætti Ríkis­lög­reglu­stjóra frá sér til­kynningu nú á dögunum þar sem frétta­flutningi af því að dóms­mála­ráðu­neytið hefði óskað eftir því við ríkis­endur­skoðun að gerð yrði stjórn­sýslu­út­tekt á em­bætti ríkis­lög­reglu­stjóra var hafnað. Full­yrt var að em­bættið hefði sjálft gert það.

Hafnaði em­bættið því við það til­efni að bíla­mið­stöð em­bættisins hafi of­tekið gjald af lög­reglu­em­bættum um hundruði milljóna. Málið hefur verið mikið hita­mál og hafa lög­reglu­em­bætti sam­einast gegn Ríkis­lög­reglu­stjóra vegna þess.

„Ríkis­lög­reglu­stjóri fagnar á­kvörðun Ríkis­endur­skoðanda um að verða við beiðni em­bættisins um stjórn­sýslu­út­tekt. Einnig er því fagnað að fyrir­huguð út­tekt nái til em­bættisins í heild sinni einkum í ljósi þeirra fjöl­mörgu og um­fangs­miklu verk­efna sem hafa verið færð til em­bættisins á síðustu árum,“ segir á vef em­bættisins.