María Sjöfn Árna­dóttir kom fram í pall­borðs­um­ræðum á Reykja­vík Dia­logu­e, al­þjóð­legri ráð­stefnu og heims­fundi að­gerða­sinna og kvenna­sam­taka gegn kyn­ferðis­legu og kyn­bundnu of­beldi á mánu­dag.

María hefur nú í fimm ár barist fyrir rétt­læti vegna of­beldis­brots sem hún varð fyrir í sam­bandi. Hún kærði of­beldið innan eðli­legs frests en málið fyrndist í rann­sókn lög­reglu og kærði hún ís­lenska ríkið í vor til Mann­réttinda­dóm­stóls Evrópu fyrir að hafa brotið á rétti hennar til rétt­látrar máls­­með­­ferðar.

Sig­ríður Björk Guð­jóns­dóttir, ríkis­lög­reglu­stjóri, var einnig gestur í pall­borðs­um­ræðunum og bað hún Maríu af­sökunar á fram­ferði lög­reglunnar í máli hennar. María segir af­sökunar­beiðnina hafa komið sér mjög á ó­vart.

„Þetta kom náttúr­lega ó­trú­lega skemmti­lega á ó­vart að hún beindi strax til mín orðum og bað mig af­sökunar á þessari máls­með­ferð sem ég fékk frá lög­reglu.“

Rosa­lega stór stund

María segir það skipta sig miklu máli að heyra þetta frá Sig­ríði Björk sem var lög­reglu­stjóri á þeim tíma er mál hennar kom upp.

„Það var aug­ljóst að þetta tók á hana. Það er náttúr­lega bara ofsa­lega virðingar­vert af henni að veita þessa af­sökunar­beiðni, hún skiptir mig mjög miklu máli og er kær­komin. Það er bara mikil­vægt í sam­fé­lagi að menn viður­kenni sín mis­tök og fram­kvæmda­valdið er þar ekkert undan­skilið. Það skiptir líka bara rosa­lega miklu máli fyrir brota­þol­endur að fá af­sökunar­beiðni þegar það hefur verið brotið svona illa á réttindum þeirra af fram­kvæmda­valdi,“ segir María.

Hún bætir við að af­sökunar­beiðnin hafi komið mörgum í pall­borðs­um­ræðunum á ó­vart en meðal þeirra sem tóku þátt í um­ræðunum voru banda­ríski laga­prófessorinn Mary Anne Franks og Jane Townsl­ey, sér­fræðingur í lög­reglu­málum hjá UN Wo­men.

„Þetta var rosa­lega stór stund fyrir mig í raun og veru. Af því að þetta skiptir bara brota­þol­endur rosa­lega miklu máli að fólk geti verið mann­legt. Þarna áttu sér stað aug­ljós mis­tök og brot sem eru bara stað­reyndir og ekki bara upp­lifun ein­hvers. Þannig mér finnst að hún eigi alveg að fá klapp á bakið fyrir þetta.“

María segist hafa þakkað Sig­ríði inni­lega fyrir þetta þegar kom aftur að henni í um­ræðunum.

Það er náttúr­lega bara ofsa­lega virðingar­vert af henni að veita þessa af­sökunar­beiðni, hún skiptir mig mjög miklu máli og er kær­komin. Það er bara mikil­vægt í sam­fé­lagi að menn viður­kenni sín mis­tök og fram­kvæmda­valdið er þar ekkert undan­skilið.

Málinu engan veginn lokið

Málum Maríu er þó engan veginn lokið en ís­lenska ríkið hefur nú fengið frest frá Mann­réttinda­dóm­stólnum þar til í októ­ber til að skila inn at­huga­semdum. Þá hefur eini kæru­liður Maríu sem ekki fyrndist í með­ferðum lög­reglu einnig dregist á langinn. Gerandi Maríu var sak­felldur í Héraðs­dómi í júlí 2020 fyrir hótunar­brot og á­frýjaði hann málinu til Lands­réttar í kjöl­farið sem hefur enn ekki gefið út dag­setningu fyrir mál­flutning.

„Þetta er orðið virki­lega ó­þægi­lega dóna­legt þessi máls­með­ferðar­dráttur í málinu mínu. Því það er sak­fellt hjá héraði fyrir þennan lið sem hafði ekki fyrnst hjá lög­reglu í júlí 2020. Því er á­frýjað til Lands­réttar og það er ekki komin dag­setning enn þá. Þarna er kerfið á­fram svo­lítið að brjóta á máls­með­ferð,“ segir María.

María segir þetta vera mjög í­þyngjandi fyrir brota­þol­endur og erfitt sé að segja skilið við for­tíðina þegar mál dregst svona á langinn.

„Það eru orðin fimm ár síðan ég varð fyrir þessu broti, þetta er bara búið að hel­taka líf mitt í fimm ár. Maður nær ekkert að vinna sig frá þessu fyrr en ein­hverju er lokið.“

Þá segir hún að eitt af mark­miðum sínum með því að taka þátt í Reykja­vík Dia­logu­e ráð­stefnunni hafi verið að skapa þrýsting á ríkið til að axla á­byrgð.

„Ég var náttúr­lega að reyna að ýta á þetta í pall­borðs­um­ræðunum og draga fram að þetta eru orðin fimm ár. Ég tók það fram á þessari ráð­stefnu að hann hefði verið sak­felldur fyrir rúm­lega ári síðan og mér þætti það hálf­partinn ó­af­sakan­legt að þetta væri ekki komið á dag­skrá enn þá. Ég get ekki séð að Co­vid komi þar við sögu þar sem inni í dóms­sal eru aldrei fleiri en fjórir í svona máli með lokuðu þing­haldi. Þannig ég er að reyna að ýta á stjórn­völd að þau fari kannski pínu­lítið að skammast sín fyrir þennan máls­með­ferðar­drátt og fari svo­lítið að spýta í lófana,“ segir María.

Hægt er að horfa á pall­borðs­um­ræðurnar sem María tók þátt í á Youtu­be-síðu Reykja­vík Dia­logu­e.