Ríkis­endur­skoðun hefur á­kveðið að hefja frum­kvæðis­út­tekt á eftir­liti Mat­væla­stofnunar með vel­ferð dýra sam­kvæmt lögum nr. 55/2013 og verður niður­staða hennar birt í opin­berri skýrslu til Al­þingis.

Sam­kvæmt til­kynningu frá Ríkis­endur­skoðun liggur á­ætlun um af­mörkun og fram­kvæmd út­tektarinnar ekki fyrir en eftir því sem út­tektinni vindur fram mun slík á­ætlun verða endur­skoðuð.

„Í því sam­bandi er í­trekað að skv. 3. mgr. 1. gr. laga nr. 46/2016 um ríkis­endur­skoðanda og endur­skoðun ríkis­reikninga er ríkis­endur­skoðandi sjálf­stæður og engum háður í störfum sínum og á­kveður sjálfur hvernig hann sinnir hlut­verki sínu sam­kvæmt lögunum.“