Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, leggur áherslu á aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu, hann skilur þó vel að menn vilji gjalda varhug við að gera sjúklinga að féþúfu.

Drífa Snædal, forseti ASÍ tók viðtal í morgun við Bjarna líkt og aðra formenn flokkana í aðdraganda Alþingiskosninganna í haust.

Bjarni sagði að hans áhersla væri á fjölbreytni með auknum einkarekstri í heilbrigðisþjónustunni. „Ég skil hins vegar mjög vel að menn vilja gjalda varhug við því að fara að gera þjónustu við veikt fólk að féþúfu,“ sagði hann. Það þurfi að horfa á þá staðreynd að ríkið skili ekki mestri framleiðni og margir gætu fengið mikið út úr því að vera með einkaþjónustuna og gefur fólki svigrúm til að leyfa framtaksseminni að njóta sín.

Drífa lýsti yfir áhyggjum sínum af einkarekstri lækna sem kæmi niður á opinberri heilbrigðisþjónustu, ef læknar færðu sig yfir í einkageirann til framtíðar og komið niður á opinberri þjónustu. Hún vitnar í umfjöllun Kveiks í síðasta mánuði þar sem læknar þáðu fé af hálfu Sjúkratrygginga Íslands, sem nemur yfir hundrað milljónir króna.

Bjarni sagði að spurningin þyrfti að vera dýpri. „Útgjöld eru bara ein vísbending um að við séum að gera eitthvað rétt. Við þurfum að spyrja miklu dýpri spurninga. Við þurfum að spyrja okkur hvernig gengur að gera betur fyrir sama fé eða minna,“ sagði Bjarni.