Stjórnar­ráðið til­kynnti í frétt á vef sínum í gær að stöðu­mat um opin­ber inn­kaup hefði verið birt í Sam­ráðs­gátt stjórn­valda. Segir í fréttinni að vegna um­fangs inn­kaupa ríkis­aðila geti ríkið haft mikil á­hrif á eftir­spurn eftir vist­vænum val­kostum og þróun þeirra.

Á síðasta ári keypti ríkið vörur og þjónustu fyrir um 117 milljarða króna og segir í fréttinni að mark­vissari inn­kaup geti haft mikil á­hrif á mögu­leika ríkisins til að fjár­magna verk­efni.

„Til dæmis getur tvö prósent betri árangur í inn­kaupum sam­svarað tveimur hjúkrunar­heimilum, 3333 mjaðmaliðs­skiptar­að­gerðum eða ferju eins og Herjólfi,“ segir í fréttinni.

Á­skoranir á borð við um­hverfis­mál og öldrun þjóðarinnar kalli á að tekin verði aukin skref til sjálf­bærni. Til þess að það náist verði ríkið að leita leiða til meiri hag­kvæmni.

Í fréttinni segir að mikill árangur hafi náðst í sam­eigin­legum vöru­kaupum ríkis­aðila á undan­förnum árum. „Enn eru þó tæki­færi til staðar í betri yfir­sýn, upp­lýsingum og greiningum.“

Stöðu­matið er sagt vera um­ræðu­skjal sem unnið sé í „víð­tæku sam­ráði þar sem al­menningi og hags­muna­aðilum er boðið að leggja fram sín sjónar­mið um á­lita­efni, við­fangs­efni og fram­tíðar­sýn.“