Ríkið mun greiða 51,7 milljarða við framkvæmd Borgarlínunnar þegar öllum áföngum verkefnisins er lokið. Hlutur ríkisins er 87,5 prósent af stofnkostnaði.

Þetta kemur fram í svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni um kostnað ríkisins við borgarlínu.

Sveitarfélögin og ríkið gerðu samkomulag um að deila kostnaði við framkvæmd Borgarlínunnar. Samningar voru undirritaðir haustið 2019 og var stofnkostnaður áætlaður 49.6 milljarðar samkvæmt verðlagi 2019.

Samkvæmt því er hlutur ríkisins 43,4 milljarð á verðlagi ársins 2019 eða 51.700 milljarðar á verðlagi í júlí 2022

Borgarlínan og Strætó munu saman mynda heildstætt leiðanet almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu.

Í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2023 kemur fram að Borgarlínan sé hluti af markmiðum um umhverfislega sjálfbærar samöngur.

„Unnið samkvæmt framkvæmdaáætlun samgöngusáttmála. Þar má nefna fyrsta áfanga Borgarlínu, stofnvegaframkvæmdir, bætta umferðarstýringu auk hjóla- og göngustíga,“ segir í frumvarpinu sem var kynnt í dag.

Fyrstu framkvæmdir hefjast í haust

Í haust hefjast fyrstu framkvæmdir þegar byrjað verður á landfyllingu fyrir nýja Fossvogsbrú. Gert er ráð fyrir að hún verði tilbúin í lok árs 2024.

Tímaáætlanir framkvæmda vegna fyrstu lotu Borgarlínu verið til endurskoðunar meðal annars vegna Covid-19 faraldursins og stríðsins í Úkraínu.

Gert er að ráð fyrir að leið Hamraborg - Miðborg veðri tilbúin 2026 og leið Ártún - Miðborg verði tilbúin 2027.

Teikning af Borgarlínu við Hamraborg.