Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir að íslenska ríkið ætli ekki að greiða um einnar milljarða króna aukagreiðslu sem skipasmíðamiðstöðin Crist S.A í Póllandi hefur lagt fram vegna byggingar ferjunnar. Frá þessu greindi Sigurður í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.

Upphaflega átti að afhenda skipið í fyrra en í september var tilkynnt að tafir yrðu á afhendingu og var þá vísað til tafa hjá skipasmíðastöðinni auk breytinga á búnaði ferjunnar. Krafa skipasmíðastöðvarinnar er aukagreiðsla upp á 1,2 milljarð króna sem nemur nærri þriðjungi af heildarverði skipsins. Vegagerðin segir stoð er í samningi aðila fyrir þessari kröfu.

Ferjan er nærri tilbúin en vegna skipasmíðamiðstöðin hefur krafist þess að fá viðbótargreiðsluna greidda áður en skipið verður afhent. Í fréttatilkynningum á vef Vegagerðarinnar kemur fram að kröfunni hefur verið hafnað og þeim boðið að greiðslum, samkvæmt samningi, verði lokið, skipið afhent og ágreiningi vísað til þriðja aðila til úrlausnar.

Sigurður Ingi sagði kröfu skipasmíðastöðvarinnar tilhæfulausa og að honum þætti eðlilegt að Vegagerðin hafi leitað aðstoðar danskrar lögfræðistofu. Hann segir lögmenn beggja aðila nú ræða saman en verði áframhaldandi ágreiningur sé hægt að fara með málið fyrir gerðardóm í Reykjavík. Honum þótti líklegt að það verði niðurstaðan.

„Þessi reikningur verður ekki greiddur, ekki nema við séum dæmd til þess því hann er tilhæfulaus að okkar mati,“ sagði Sigurður Ingi í Sprengisandi.

Hann sagðist vonast til þess að ferjan kæmi til landsins á næstu vikum, fyrir sumarið.

Á myndinni má sjá nýja Herjólf í Gdansk
Mynd/Vegagerðin