Dregið gæti til tíðinda varðandi kaup rík­is­ins á Landsneti á þessu ári. Þetta sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, á ársfundi Landsvirkjunar í gær. Hann sagði að í orkustefnunni væri rík áhersla lögð á að flutningskerfið sé í eigu opinberra aðila.

Í fyrra var undirrituð viljayfir­lýsing við Landsvirkjun, RARIK, Orkuveitu Reykjavíkur og Orkubú Vestfjarða, um viðræður við ríkið um kaup á hlutum þeirra í Landsneti.

Í ræðu sinni þakkaði Bjarni stjórnendum og starfsfólki Lands­virkj­unar vel unnin störf en Landsvirkjun greiðir 15 millj­arða arð til rík­is­ins, tí­falt meira en fyr­ir fjór­um árum.