Borgaryfirvöld hafa ekki stað Borgaryfirvöld hafa ekki staðið við loforð sín um rannsókn á starfsemi vöggustofa í Reykjavík á síðustu öld, segja tveir fimmmenninganna sem vöktu upphaflega athygli á málinu síðasta sumar. Málið hefur tafist í stjórnsýslunni í rúmt hálft ár en forsætisráðuneytið segist nú reiðubúið að styðja við og greiða fyrir rannsókn borgarinnar eins og þörf krefur.
Árni H. Kristjánsson og Hrafn Jökulsson, tveir fimmmenninganna, saka borgaryfirvöld um að drepa málinu á dreif og kalla á skýr svör um framhaldið.
„Staðan er sú að ráðhúsið er búið að böggla þessu saman í einn hnút og situr núna eiginlega uppi með skömmina af því að hafa verið að draga okkur á asnaeyrunum,“ segir Hrafn.
Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins munu borgaryfirvöld funda með fulltrúum forsætisráðuneytisins um málið í dag og hafa fjórir eftirlifandi meðlimir fimmmenninganna verið boðaðir á fund borgarritara á fimmtudag.
Í kjölfar þess að fimmmenningarnir gengu á fund Dags B. Eggertssonar í júlí 2021 lýsti borgarstjóri því yfir að borgarráð myndi fara þess á leit við forsætisráðherra að gera almenna og heildstæða athugun á starfsemi Vöggustofunnar að Hlíðarenda og Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins frá 5. til 8. áratugar síðustu aldar.
Borgarstjóri sagði þá skýran vilja vera hjá borginni um að rannsaka málið: „Já, ég var alveg skýr í því á þessum fundi að mér finnst, þegar óskin er fram komin, borginni bera skylda til þess, enda var þessi rekstur á vegum borgarinnar,“ sagði Dagur B. Eggertsson.
Í september síðastliðnum funduðu fimmmenningarnir svo með Þorsteini Gunnarssyni borgarritara og í kjölfar þess var því lýst yfir að borgarráð myndi skipa rannsóknarnefnd sem fengi fjármagn úr borgarsjóði fyrir verkefni sín. Tillaga þess efnis er tilbúin en hefur þó ekki enn verið lögð fyrir borgarráð vegna þess að beðið er eftir aðkomu forsætisráðuneytisins til að greiða úr ýmsum sjónarmiðum er snúa að stjórnsýslu- og persónuverndarlögum.
Vinnubrögð borgaryfirvalda eru mér mikil vonbrigði enda hefur ekki verið staðið við gefin loforð. Sama má segja um alla aðra sem láta sér málið varða og þá sérstaklega fyrrum vistmenn sem margir eru orðnir aldraðir og hafa ekki endalausan tíma. -Árni H. Kristjánsson
Mikil vonbrigði með vinnubrögð borgarinnar
Árni H. Kristjánsson sagnfræðingur lýsir miklum vonbrigðum með vinnubrögð borgaryfirvalda í málinu.
„Þær ástæður sem gefnar eru fyrir kyrrstöðunni standast vart skoðun. Annars vegar er því haldið fram að sjónarmið persónuverndar sé Þrándur í Götu. Það er til skýrt fordæmi hvað það varðar frá starfstíma Vistheimilanefndar sem rannsakaði allmargar stofnanir þar sem börn voru vistuð. Eðli þeirra rannsókna getur ekki verið frábrugðið rannsókn á starfsemi vöggustofa.
Hins vegar halda borgaryfirvöld því fram að ríkið hafi áform um að taka að sér rannsóknina. Allt bendir til þess að það sé úr lausu lofti gripið. Að þessu sögðu þá þarf að fá skýr svör hjá borgaryfirvöldum um hvort þau ætli að standa við gefið loforð og hvenær,“ segir hann.
Hrafn Jökulsson tekur í sama streng og segir það ólíðandi að málið skuli hafa dregist svo á langinn þegar fyrirhuguð rannsókn hefði hæglega getað hafist síðasta sumar.
„Það er óskiljanlegt að málinu skuli nú hafa verið þvælt upp í forsætisráðuneyti, sem við fimmmenningar eigum ekkert vantalað við vegna þessa máls. Málið er stopp hjá embættismönnum Reykjavíkurborgar, sem virðast ekki hlíta pólitískri leiðsögn. Dagur hlýtur að standa við sitt,“ segir Hrafn.
„Þetta er ekki bara spurning um mig eða Árna eða Viðar eða Tómas eða Fjölni heitinn, þetta eru mörg hundruð manns sem eru að bíða eftir því að sjá réttlætið verða og að menn standi við orð sín. ið við loforð sín um rannsókn á vöggustofa í Reykjavík á síðustu öld en málið hefur tafist í stjórnsýslunni í rúmt hálft ár. Árni H. Kristjánsson og Hrafn Jökulsson, tveir fimmmenninganna sem vöktu upphaflega athygli á málinu síðasta sumar saka borgaryfirvöld um að drepa málinu á dreif og kalla á skýr svör um framhaldið.
„Staðan er sú að ráðhúsið er búið að böggla þessum saman í einn hnút og situr núna eiginlega uppi með skömmina af því að hafa verið að draga okkur á asnaeyrunum,“ segir Hrafn.
Fréttin var uppfærð kl. 9:32.