Borgar­yfir­völd hafa ekki stað Borgar­yfir­völd hafa ekki staðið við lof­orð sín um rann­sókn á starf­semi vöggu­stofa í Reykja­vík á síðustu öld, segja tveir fimm­menninganna sem vöktu upp­haf­lega at­hygli á málinu síðasta sumar. Málið hefur tafist í stjórn­sýslunni í rúmt hálft ár en for­sætis­ráðu­neytið segist nú reiðu­búið að styðja við og greiða fyrir rann­sókn borgarinnar eins og þörf krefur.

Árni H. Kristjáns­son og Hrafn Jökuls­son, tveir fimm­menninganna, saka borgar­yfir­völd um að drepa málinu á dreif og kalla á skýr svör um fram­haldið.

„Staðan er sú að ráð­húsið er búið að böggla þessu saman í einn hnút og situr núna eigin­lega uppi með skömmina af því að hafa verið að draga okkur á asna­eyrunum,“ segir Hrafn.

Sam­kvæmt heimildum Frétta­blaðsins munu borgar­yfir­völd funda með full­trúum for­sætis­ráðu­neytisins um málið í dag og hafa fjórir eftir­lifandi með­limir fimm­menninganna verið boðaðir á fund borgar­ritara á fimmtu­dag.

Í kjöl­far þess að fimm­menningarnir gengu á fund Dags B. Eggerts­sonar í júlí 2021 lýsti borgar­stjóri því yfir að borgar­ráð myndi fara þess á leit við for­sætis­ráð­herra að gera al­menna og heild­stæða at­hugun á starf­semi Vöggu­stofunnar að Hlíðar­enda og Vöggu­stofu Thor­vald­sens­fé­lagsins frá 5. til 8. ára­tugar síðustu aldar.

Borgar­stjóri sagði þá skýran vilja vera hjá borginni um að rann­saka málið: „Já, ég var alveg skýr í því á þessum fundi að mér finnst, þegar óskin er fram komin, borginni bera skylda til þess, enda var þessi rekstur á vegum borgarinnar,“ sagði Dagur B. Eggerts­son.

Í septem­ber síðast­liðnum funduðu fimm­­menningarnir svo með Þor­­­steini Gunnars­­­syni borgar­­­ritara og í kjöl­far þess var því lýst yfir að borgar­ráð myndi skipa rann­­­sóknar­­­nefnd sem fengi fjár­­­magn úr borgar­­­sjóði fyrir verk­efni sín. Til­laga þess efnis er til­búin en hefur þó ekki enn verið lögð fyrir borgar­ráð vegna þess að beðið er eftir að­komu for­sætis­ráðu­neytisins til að greiða úr ýmsum sjónar­miðum er snúa að stjórn­sýslu- og per­sónu­verndar­lögum.

Vinnu­brögð borgar­yfir­valda eru mér mikil von­brigði enda hefur ekki verið staðið við gefin lof­orð. Sama má segja um alla aðra sem láta sér málið varða og þá sér­stak­lega fyrrum vist­menn sem margir eru orðnir aldraðir og hafa ekki enda­lausan tíma. -Árni H. Kristjánsson

Mikil von­brigði með vinnu­brögð borgarinnar

Árni H. Kristjáns­son sagn­fræðingur lýsir miklum von­brigðum með vinnu­brögð borgar­yfir­valda í málinu.

„Þær á­stæður sem gefnar eru fyrir kyrr­stöðunni standast vart skoðun. Annars vegar er því haldið fram að sjónar­mið per­sónu­verndar sé Þrándur í Götu. Það er til skýrt for­dæmi hvað það varðar frá starfs­tíma Vist­heimila­nefndar sem rann­sakaði all­margar stofnanir þar sem börn voru vistuð. Eðli þeirra rann­sókna getur ekki verið frá­brugðið rann­sókn á starf­semi vöggu­stofa.

Hins vegar halda borgar­yfir­völd því fram að ríkið hafi á­form um að taka að sér rann­sóknina. Allt bendir til þess að það sé úr lausu lofti gripið. Að þessu sögðu þá þarf að fá skýr svör hjá borgar­yfir­völdum um hvort þau ætli að standa við gefið lof­orð og hve­nær,“ segir hann.

Hrafn Jökuls­son tekur í sama streng og segir það ó­líðandi að málið skuli hafa dregist svo á langinn þegar fyrir­huguð rann­sókn hefði hæg­lega getað hafist síðasta sumar.

„Það er ó­skiljan­legt að málinu skuli nú hafa verið þvælt upp í for­sætis­ráðu­neyti, sem við fimm­menningar eigum ekkert van­talað við vegna þessa máls. Málið er stopp hjá em­bættis­mönnum Reykja­víkur­borgar, sem virðast ekki hlíta pólitískri leið­sögn. Dagur hlýtur að standa við sitt,“ segir Hrafn.

„Þetta er ekki bara spurning um mig eða Árna eða Viðar eða Tómas eða Fjölni heitinn, þetta eru mörg hundruð manns sem eru að bíða eftir því að sjá rétt­lætið verða og að menn standi við orð sín. ið við lof­orð sín um rann­sókn á vöggu­stofa í Reykja­vík á síðustu öld en málið hefur tafist í stjórn­sýslunni í rúmt hálft ár. Árni H. Kristjáns­son og Hrafn Jökuls­son, tveir fimm­menninganna sem vöktu upp­haf­lega at­hygli á málinu síðasta sumar saka borgar­yfir­völd um að drepa málinu á dreif og kalla á skýr svör um fram­haldið.

„Staðan er sú að ráð­húsið er búið að böggla þessum saman í einn hnút og situr núna eigin­lega uppi með skömmina af því að hafa verið að draga okkur á asna­eyrunum,“ segir Hrafn.

Fréttin var uppfærð kl. 9:32.