Sam­kvæmt nýrri skýrslu er heimurinn veru­lega illa undir­búinn fyrir á­hrif „ó­um­flýjan­legrar um­hverfisk­rísu“ sem er yfir­vofandi. Skýrslan er tekin saman af þjóðar­leið­togum og segir í henni að skortur á undir­búningi muni leiða til fá­tæktar, vatns­skots og auknum fólks­flutningum sem muni taka sinn toll.

Talið er að trilljón dollara fjár­festingu þurfi til að koma í veg fyrir „lofts­lags-að­skilnaðar­stefnu“ [e. climate apartheid] þar sem hinir ríku komast hjá af­leiðingum krísunnar og hinir fá­tæku ekki. Segir að kostnaður þessarar fjár­festingar sé miklu minni en kostnaður við það að gera ekki neitt.

Í skýrslunni segir að helsta hindrun heimsins sé ekki fjár­magn, heldur skorur á „pólitískri for­ystu sem hristir fólk úr sam­eigin­legu móki sínu“. Þörf er á byltingu til að sýna fram á hvernig hægt er að skilja hlýnun jarðarinnar og hvernig hægt er fjár­magna þær lausnir sem gætu komið í veg fyrir það.

Skýrslan var skrifuð af Global Commission on Adapta­tion (GCA) sem er nefnd sem er sam­sett af 18 þjóðum. Nefndin hefur hlotið fram­lög frá fyrr­verandi aðal­fram­kvæmda­stjóri Sam­einuðu þjóðanna, Ban Ki-moon, frá stofnanda Micros­oft, Bill Gates og um­hverfis­ráð­herrum frá Kína, Ind­landi og Kanada, leið­togum Al­þjóða­bankans og öðrum deildum Sam­einuðu þjóðanna.

Vilja að varað sé við hamförum tímanlega

Meðal mest að­kallandi að­gerða í skýrslunni eru kerfi sem væru varað snemma við yfir­vofandi hörmungum, að þróa upp­skeru sem geti staðið af sér þurrt og að endur­heimta fenja­viðar­fen til að vernda strand­lengjur og að mála hús­þök til að minnka á­hrif hita­bylgja.

Í for­mála skýrslunnar, sem Ban, Gates og Kristalina Georgi­eva, fram­kvæmda­stjóri Al­þjóða­bankans, skrifa saman, segir að um­hverfisk­rísan sé hér, núna og benda í því sam­hengi á vatns­skort, þurrka, stór­bruna og flóð sem eyði­leggi heimili fólks og lífs­viður­væri.

„Hingað til hefur svarið við því verið al­var­lega ó­full­nægjandi.“

Segir í skýrslunni að ekki verði komist hjá al­var­legum af­leiðingum um­hverfisk­rísunnar og að ef að var­úðar­ráð­stafanir séu ekki gerðar muni 100 milljónir manns vera rekin í fá­tækt fyrir árið 2030. Fjöldi sem mun upp­lifa vatns­skort mun aukast veru­lega, eða frá 1,4 milljarði í fimm milljarða sem mun leiða til sam­keppni á markaði um vatn og gæti leitt til á­taka og fólks­flutninga. Við strand­lengjur muni hundruð milljóna missa heimili sín.

„Það sem við sjáum raun­veru­lega er hættan á um­hverfis-að­skilnaðar­stefnu, þar sem hinir ríki borga til að forða sér og annað fólk skilið eftir til að þjást. Það er á mjög djúpan hátt sið­ferðis­lega ó­rétt­látt,“ segir Pat­rick Ver­kooi­jen, fram­kvæmda­stjóri GCA.

Hann sagði að sið­ferðis­skyldan væri þó ekki nægi­leg til að keyra á­fram breytingar og að í skýrslunni sé einnig fjallað um efna­hags­lega hlið um­hverfisk­rísunnar og að það sé í hag hverrar þjóðar að fjár­festa í breytingum.

Í skýrslunni segir að minnkun kol­efnislosunar sé nauð­syn­leg, en að kol­efnislosun hafi hlotið nærri 20 sinnum meira fjár­magn en að­lögun að breytingum. Lofts­lags­breytingar verði að taka til greina þegar á­kvarðanir eru teknar um fram­tíðina, hjá til dæmis fyrir­tækjum.

Ver­kooi­jen segir að þjóðir heims ættu að fylgja for­dæmi Frakka sem hafa gert það nauð­syn­legt fyrir stór­fyrir­tæki að greina frá um­hverfis­á­hrifum fyrir­tækjanna.

Fjallað er um málið á vef Guar­dian. Skýrslan er að­gengi­leg í heild sinni hér.