Evrópu­sam­bandið hefur verið of lengi að sam­þykkja bólu­efni gegn CO­VID-19 og mis­tök hafa verið gerð í bólu­setningar­að­gerðum þess. Þetta viður­kenndi Ur­sula von der Leyen, for­seti fram­kvæmda­stjórnar ESB, á Evrópu­þinginu. Sú á­kvörðun að ríki sam­bandsins út­veguðu sér bólu­efni í sam­einingu hafi hins vegar verið rétt­mæt.

„Við erum ekki komin á þann stað sem við vildum vera á,“ sagði von der Leyen við þing­­menn fyrr í dag og átti þar við fram­­gang bólu­­setninga í ríkjum ESB sem hefur verið afar mis­­jafn. Fram­­kvæmda­­stjórnin hefur verið harð­­lega gagn­rýnd fyrir seina­­gang hvað varðar bólu­­setningar, meðal annars fyrir að taka of langan tíma í að veita leyfi fyrir bólu­efnum.

„Ríki getur verið sem hrað­bátur, ESB er líkara tank­­skipi,“ sagði hún í við­tali við þýsku frétta­­­síðuna Südd­eutsche Zeitung í síðustu viku. Von der Leyen hefur viður­­­kennt að sam­bandið hafi verið of svifa­­­seint, of lengi að veita leyfi fyrir bólu­efnum og of bjart­­­sýnt á að fram­­­leiðsla þeirra myndi ganga fljótt fyrir sig.

Fram­­­leiðsla á bólu­efnum margra fram­­­leiðanda, meðal annars Pfizer og AstraZene­­­ca, hefur tekið lengri tíma en vonir stóðu til en ESB gerði samninga við bæði fyrir­­­­­tækin um kaup á bólu­efni fyrir aðildar­­­ríki sam­bandsins.

Þrátt fyrir þetta þver­tekur von der Leyen fyrir að það hafi verið röng á­­­kvörðun að ESB tæki að sér að út­vega bólu­efni fyrir aðildar­­­ríki, annað hefði verið „rök­leysa út frá efna­hags­­­legum sjónar­miðum og að ég tel endirinn á okkar sam­­­starfi,“ og vísar þar til Evrópu­­­sam­bandsins í heild. Á­­­stæða þess að langan tíma hafi tekið að sam­þykkja bólu­efni hafi verið að gæta þurfti fyllsta öryggis og tryggja að al­­­menningur bæri traust til bólu­efnanna.