Ís­lenska ríkið gerðist ekki brot­legt þegar það sektaði lög­mennina Gest Jóns­son og Ragnar H. Hall um eina milljón króna hvor þegar þeir sögðu sig frá máls­vörn í Al-Thani málinu árið 2013. Mann­réttinda­dóm­stóll Evrópu kvað upp dóm sinn þess efnis í morgun. 

Gestur og Ragnar sögðu sig frá málinu þremur dögum áður en aðal­með­ferð átti að fara fram í málinu. Í Al-Thani málinu voru Kaup­þings­mennirnir Hreiðar Már Sigurðs­son, Sigurður Einars­son og Ólafur Ólafs­son á­kærðir fyrir um­boðs­svik, markaðs­mis­notkun og hlut­deild í um­boðs­svikum árin fyrir hrun. 

Gestur og Ragnar voru verj­endur Sigurðar og Ólafs en þeir sögðu sig frá málinu á þeim for­sendum að skjól­stæðingar þeirra hefðu ekki hlotið rétt­láta máls­með­ferð og réttur þeirra til jafn­ræðis hefði verið brotinn. Báðir höfðu beðið um lengri frest vegna málsins en dómari hafnað því. 

Hvorugur mætti því við aðal­með­ferðina og fengu þeir í staðinn eina milljón króna í réttar­fars­sekt hvor. Aðal­með­ferð málsins frestaðist að lokum um nokkurn tíma, en skipa þurfti nýja verj­endur. 

Á­kváðu þeir að fara með málið fyrir Mann­réttinda­dóm­stól Evrópu á þeim for­sendum að sektirnar hefðu verið á­kveðnar að þeim fjar­stöddum og að þeir hafi ekki getað gripið til varna vegna þeirra fyrr en í Hæsta­rétti. Brotið hefði verið á þeim með sektunum.

Mann­réttinda­dóm­stóllinn hafnaði máls­á­stæðum beggja líkt og fyrr segir en lesa má dóminn í heild sinni hér.