Petr Kellner, fjár­mála­frömuður og ríkasti maður Tékk­lands, lést í þyrlu­slysi í Alaska á laugar­dag. Þetta kemur fram í til­kynningu sem fyrir­tæki hans PPF sendi frá sér.

„Við erum inni­lega sorg­mædd að til­kynna það að stofnandi og stærsti hlut­hafi PPF fjár­festa­hópsins, hr. Petr Kellner, lést í þyrlu­slysi í Alaska­fjöllum laugar­daginn 27. mars,“ segir í yfir­lýsingunni.

Fjórir aðrir létust í slysinu og einn slasaðist en þyrlan var að flytja fólkið frá utan­brautar-skíða­ferð þegar hún hrapaði ná­lægt Knik-jökli norð­austan við Achora­ge.

Kellner, sem var 56 ára, var einn þekktasti kaup­sýslu­maður Tékk­lands en auð­æfi hans eru metin á um 17,5 milljarða Banda­ríkja­dollara, sam­kvæmt For­bes.

For­sætis­ráð­herra Tékk­lands, Andrej Babiš, vottaði fjöl­skyldu Kellner sam­úð sína á Twitter og sagði þetta vera „ó­trú­legan harm­leik“.