Auð­kýfingurinn Isa­bel dos Santos, dóttir fyrr­verandi for­seta Angóla, hefur verið á­kærð fyrir peninga­þvætti, skjala­fals og brot á stjórn­sýslu­háttum á því tíma­bili sem hún stýrði ríkis­olíu­fé­lagi Angóli, Son­an­gol. Ríkis­sak­sóknari Angólu greindi frá þessu í gær­kvöldi.

Isa­bel sankaði að sér rúm­lega tveimur milljörðum Banda­ríkja­dala, eða 251 milljarði ís­lenskra króna, á for­seta­tíð föður síns og berst nú gegn á­sökunum um spillingu og frænd­drægni. Gríðar­stór gagna­leki varpaði ljósi á vafa­söm við­skipti Isa­bel sem virðist hafa byggt upp ríki­dæmi sitt með mútum, spillingu og arð­ráni heima­lands síns Angóla.

Frystu eigur í heima­landinu

Saka­­mála­rann­­sókn er nú hafin í Angóla vegna málsins en Isa­bel neitar allri sök. Eignir hennar í heima­landinu hafa nú verið frystar á meðan rann­­sóknin stendur yfir. Eignir eigin­manns hennar og nánasta ráð­gjafa hafa einnig verið frystar. Stærstur hluti eigna hennar er þó falinn í eignar­hlut hennar í portúgölsku orku­­fyrir­­­tæki sam­­kvæmt frétt BBC.

Neitar að snúa aftur

Santos er sögð hafa yfir­­­gefið Angóla fyrir ári síðan og ekki viljað snúa þangað aftur vegna þess að yfir­­völd þar í landi höfðu óskað eftir að hún mætti í skýrslu­töku.

Isa­bel er elsta dóttir José Edu­ar­do dos Santos, fyrrum for­seta Angóla, og er gift Sindika Dokolo, kaup­­sýslu­manni og lista­­verka­­safnara frá Kongó. Saman búa þau í Bret­landi og á Isa­bel mikið af eignum í mið­­borg London.