Í dag er spáð hægri og breytilegri átt en sunnan 5 til 10 metra á sekúndu austast fram yfir hádegi.

Rigning norðausturlands sem mun stytta upp eftir hádegi. Skúrir á víð og dreif annars staðar, einkum síðdegis.

Hiti er á bilinu 8 til 14 stig.

Á morgun er spáð vestlægri eða breytileg átt, 3-10 metrar á sekúndu og hvassast syðst. Súld eða rigning með köflum en að mestu þurrt á Suðausturlandi. Hiti á bilinu 6 til 13 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag:
Vestlæg átt, 3-10 m/s, hvassast sunnan- og vestanlands. Skúrir á víð og dreif, en bjart með köflum suðaustanlands. Hiti 5 til 13 stig, mildast á Suðausturlandi.

Á föstudag (haustjafndægur):
Suðvestan 5-13 m/s, hvassast norðvestan til. Skýjað með köflum vestanlands, en bjart um austanvert landið. Hiti 7 til 12 stig.

Á laugardag:
Gengur í suðvestan hvassviðri eða storm með talsverðri rigningu vestan til og hlýnandi veðri.

Á sunnudag:
Gengur í stífa norðanátt með slyddu norðan til, dálítil væta syðra framan af degi en léttir síðan til þar. Hratt kólnandi veður.

Á mánudag:
Norðvestan- og vestanátt, bjartviðri og svalt veður.

Á þriðjudag:
Útlit fyrir breytilega átt og dálitla vætu vestan til, en bjart um austanvert landið.