Út­lit er fyrir aust­lægri átt á landinu í dag og vind­hraði víðast hvar innan við tíu metrar á sekúndu.

Rigning er slydda með köflum á sunnan­verðu landinu og snjó­komu í upp­sveitum. Þetta kemur fram í hug­leiðingum veður­fræðings Veður­stofu Ís­lands.

Þá segir að hiti á landinu sé á bilinu núll til fimm stig. Þurrt en kalt fyrir norðan framan af degi en fari að snjóa etir há­degi með minnkandi frosti.

„Suð­vestan 5 til 10 á morgun og skúrir eða él, en þurrt austan­lands. Á­kveðnari vindur á Vest­fjörðum, norð­austan strekkingur þar með élja­gangi. Hiti kringum frost­mark, en hiti að 5 stigum við suður- og vestur­ströndina.

Á laugar­dag er síðan út­lit fyrir á­kveðna norðan­átt á landinu. Létt­skýjað og fal­legt veður sunnan- og vestan­lands, en él á Norður- og Austur­landi. Frost um allt land.“

Veður­horfur á landinu næstu daga

Á föstu­dag:
Suð­vest­læg eða breyti­leg átt 3-10 m/s og skúrir eða él, en þurrt austan­lands. Norð­austan strekkingur á Vest­fjörðum með élja­gangi. Hiti kringum frost­mark, en hiti að 5 stigum við suður- og vestur­ströndina.

Á laugar­dag:
Norðan 8-15, en hægari um kvöldið. Létt­skýjað sunnan- og vestan­lands, en él á Norður- og Austur­landi. Frost 0 til 5 stig.

Á sunnu­dag:
Gengur í suð­vestan 10-18, hvassast norð­vestan­lands. Rigning eða slydda með köflum, en þurrt á austan­verðu landinu. Hiti 2 til 7 stig.

Á mánu­dag:
Vestan- og norð­vestan­átt og víða slydda eða snjó­koma með köflum. Kólnandi veður. Lítils­háttar él um kvöldið og frost um allt land.

Á þriðju­dag:
Stíf norðan­átt með dá­litlum éljum á Norður- og Austur­landi, en bjart­viðri í öðrum lands­hlutum. Frost 2 til 8 stig.

Á mið­viku­dag:
Fremur hæg norð­læg eða breyti­leg átt og víða bjart veður, en stöku él með vestur- og norður­ströndinni. Kalt í veðri.