Í dag er spáð austlægri átt 5 til 15 metrum á sekúndu, hvassast með suðurströndinni. Víða rigning á sunnanverðu landinu upp úr hádegi, en lengst af þurrt norðan heiða. Hlýnandi, hiti 2 til 8 stig síðdegis.

Austan og norðaustan 5 til 13 og rigning eða slydda á morgun, en norðaustan 10-18 norðvestan til síðdegis og snjókoma á Ströndum.

Fram kemur í hugleiðingum veðurfræðing Veðurstofu Íslands, „Nú hlýnar smám saman eftir kalda nótt, það var frost um nær allt land nema við suðurströndina. Úrkomusvæði þokast inn á sunnanvert landið með rigningu eða slyddu, en norðanlands þykknar upp.“

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag:
Austlæg átt, 5-13 m/s og rigning eða slydda. Hiti 1 til 9 stig, mildast sunnanlands. Norðaustan 10-15 norðvestantil og snjókoma þar um kvöldið.

Á miðvikudag:
Norðlæg eða breytileg átt 5-13. Dálítil él á norðanverðu landinu og smáskúrir suðaustanlands, annars skýjað en yfirleitt þurrt. Hiti 0 til 10 stig að deginum, mildast syðst.

Á fimmtudag:
Breytileg og síðar vestlæg átt. Rigning eða slydda austanlands, annars skúrir eða él. Svalt í veðri.

Á föstudag:
Vestanátt og dálítil él, en að mestu þurrt á Suðaustur- og Austurlandi. Frost 0 til 5 stig um morguninn, en hiti 0 til 5 stig síðdegis.

Á laugardag:
Suðvestanátt og lítilsháttar rigning, en þurrt austanlands. Hlýnandi veður.

Á sunnudag:
Suðaustnátt og dálítil væta, en þurrt á Norður- og Austurlandi.


Hreindýr á ferð

Á vef vegagerðarinnar er varað við hreindýrum á Austurlandi, þar segir „hreindýr eru á ferð víða við veg og eru vegfarendur beðnir að hafa það í huga og aka með gát.“

Þá ber ökumönnum einnig að aka með gát um Suðurlandið þar sem holur hafa myndst víða í vegum.