Í dag er spáð vestan og norð­vestan 8 til 15 metrum á sekúndu, en um há­degis­bil 15 til 23 metrum á sekúndu í vind­strengjum nærri suður­ströndinni.
Víða rignir með köflum en þurrt austast á landinu. Í kvöld er reiknað með að dragi úr vindi og úr­komu. Hiti verður á bilinu 7 til 14 stig.

Gul við­vörun er vegna vestan hvass­viðri 15 til 23 metrar á sekúndu, hvassast í Mýr­dal og við Ör­æfa­jökul. Þar geta hviður farið yfir 30 metra á sekúndu. Vindur getur verið vara­samur fyrir öku­tæki og lausa­munir geta fokið, að því er fram kemur á vef Veður­stofu Ís­lands.

Í fyrra­málið er spáð austan og norð­austan 15 til 23 metra á sekúndu og rigningu, en sums staðar slydda norðan­til. Heldur hægari vindur norð­austan­lands fram­undir há­degi.

Gengur í suð­vestan 18 til 25 metra á sekúndu og dregur úr úr­komu á sunnan- og austan­verðu landinu eftir há­degi á morgun.

Þá dregur úr vindi vestan­til annað kvöld. Hiti verður á bilinu 4 til 12 stig, en kólnar eftir því sem líður á kvöld.