Í dag er útlit fyrir norðan 8-13 m/s vestast en annars hægari vind. Það bætir þó heldur í vindinn seinnipartinn. Það verður rigning NV-lands, einkum á Ströndum, en víða bjart SV-lands og annars úrkomulítið. Síðdegis fer að rigna NA-lands og það verða líka síðdegisskúrir S-lands. Á morgun verður svo áframhaldandi rigning um N-vert landið og síðdegisskúrir S-lands. Hiti verður 7 til 15 stig, hlýjast S-lands.

Í hugleiðingum veðurfræðings kemur fram að norðastanáttin verði ákveðnari í lok vikunnar og að um helgina komi svalara loft með henni, en á sama tíma dregur úr úrkomu.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag:
Norðaustan 5-10 m/s. Dálítil rigning eða súld við norðurströndina og á Austurlandi og hiti 4 til 10 stig þar en léttskýjað víða um landið sunnan og vestanvert og hiti 8 til 15 stig.

Á laugardag og sunnudag:
Norðaustlæg átt, 5-13 m/s, hvassast austast. Bjartviðri á suðvestanverðu landinu en skýjað í öðrum landshlutum og lítilsháttar súld eða rigning austantil. Hiti víða 5 til 13 stig yfir daginn, mildast syðst en líkur á vægu næturfrosti í innsveitum norðantil.

Á mánudag:
Hæg breytileg og síðar suðlæg átt. Léttir til og hlýnar norðan og austanlands en þykknar upp með rigningu suðvestantil. Hiti 8 til 14 stig.

Á þriðjudag:
Útlit fyrir vaxandi sunnanátt með rigningu S- og V-lands, en bjartviðri N- og A-lands. Hlýnandi, einkum norðantil.