Í dag er spáð suðægri átt 5 til 13, hvassast á annesjum. Allvíða rigning með köflum, síst þó á Austurlandi og Austfjörðum.

Gengur í norðaustan og norðan 8 til 15 með rigningu sunnan og vestantil síðdegis en norðan og austanlands í kvöld. Hiti 7 til 13 stig.

Fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands að útlit sé fyrir áframhaldandi norðlæga átt og vætu sem styttir upp á sunnanverðu landinu á miðvikudag.

Á fimmtudag fer að kólna og úrkoman gæti fallið sem slydda eða snjókoma til fjalla norðan til. Kuldatíðin verður þó ekki löng þar sem aftur er útlit fyrir suðlægar áttir með hlýrri loftmassa um helgina.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag:

Norðaustan 13-18 m/s norðvestantil á landinu, annars hægari vindur en gengur í suðvestan 13-20 á Suðausturlandi seinnipartinn. Víða rigning, talsverð á annesjum norðanlands og hiti 5 til 10 stig.

Á miðvikudag og fimmtudag:

Snýst í norðvestan og vestan 8-15 m/s. Hvassast og talsverð rigning eða slydda norðantil en úrkomulítið á sunnan og austanverðu landinu. Hiti 3 til 8 stig, mildast suðaustanlands.

Á föstudag:

Norðlæg átt með rigningu norðantil en slyddu eða snjókomu til fjalla og 0 til 5 stiga hita, en skýjað með köflum og þurrt sunnanlands og hiti að 8 stigum, mildast suðaustanlands.

Á laugardag:

Útlit fyrir breytilega átt, 3-8 m/s. Rofar til á norðanveðru landinu og bjart með köflum syðra. Hiti 0 til 6 stig, mildast syðst.

Á sunnudag:

Suðaustlæg eða breytileg átt með dálitlum skúrum sunnantil en bjartviðri norðan og austanlands. Hiti breytist lítið.