Í dag er spáð breytilegri átt 3 til 8 metrum á sekúndu, en norðvestan 8 til 13 fram yfir hádegi við norðausturströndina.

Úrkomusvæði nálgast úr suðvestri og nær inná sunnanvert landið og því má búast við súld eða rigningu á þeim slóðum síðdegis. Hiti á bilinu 10 til 15 stig algengur, heldur svalara þó norðaustanlands.

Á morgun verður vindur með hægasta móti. Skýjað og úrkomulítið á Suður- og Vesturlandi, en eitthvað gæti sést til sólar á Norður- og Austurlandi. Svipaðar hitatölur áfram.

Síðdegis á morgun nálgast lægð og regnsvæði úr suðvestri og fer því að rigna vestanlands annað kvöld.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag:
Suðvestan og vestan 8-13 m/s. Rigning eða skúrir, en styttir upp austanlands fyrir hádegi. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast á Austfjörðum.

Á föstudag:
Vestan 5-13 og súld eða dálítil rigning með köflum, en yfirleitt þurrt á Austfjörðum og Suðausturlandi. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast suðaustanlands.

Á laugardag:
Sunnanátt og rigning, en að mestu þurrt á norðaustanverðu landinu. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast norðaustantil.

Á sunnudag:
Vestlæg eða breytileg átt og dálítil rigning. Hiti 10 til 17 stig, hlýjast austanlands.

Á mánudag:
Austlæg eða breytileg átt, skýjað og lítilsháttar væta.