Í dag er suð­læg átt 8 til 13 metrar á sekúndu og rigning eða skúrir. Í hug­leiðingum veður­fræðings Veður­stofunnar kemur fram að tals­verð rigning verður á Suð­austur­landi, en úr­komu­lítið um landið norð­austan­vert. Það hlýnaði ört í nótt, en í dag verður hiti yfir­leitt á bilinu 4 til 11 stig.

Það bætir í vind í kvöld, og á morgun verður all­hvöss sunnan- og suð­vestan­átt og á­fram vætu­samt og milt veður, en víða bjart­viðri á Austur­landi.

Það kólnar annað kvöld, og á sunnu­dag er svo út­lit fyrir suð­vestan hvass­viðri og élja­gang um landið sunnan- og vestan­vert.

Á vef Vega­gerðarinnar kemur fram að vetrar­færð sé í flestum lands­hlutum en þó mikið til greið­fært á Vestur­landi, Suður­landi og Suð­austur­landi.

Veður­horfur á landinu næstu daga

Á sunnu­dag:

Suð­vestan 13-20 m/s, hvassast á Vestur­landi og síðar á Norður­landi. Víða él, en létt­skýjað austan­lands. Hiti um eða yfir frost­marki. Dregur úr vindi um kvöldið og úr­komu­minna.

Á mánu­dag:

Suð­vestan 8-13 og lítils háttar él eða skúrir, en bjart­viðri um landið austan­vert. Hiti breytist lítið.

Á þriðju­dag:

Fremur hæg aust­læg eða breyti­leg átt. Dá­lítil rigning eða slydda sunnan­lands og hiti 1 til 6 stig, en þurrt í öðrum lands­hlutum og hiti kringum frost­mark.

Á mið­viku­dag:

Suð­austan 8-13 og rigning eða slydda með köflum sunnan- og vestan­lands, hiti 1 til 5 stig. Hægari vindur og þurrt á Norður- og Austur­landi með frosti 1 til 6 stig.

Á fimmtu­dag:

Suð­læg átt og dá­lítil væta, en bjart­viðri norð­austan­til á landinu. Hiti víða 1 til 6 stig.

Nánar er hægt að kynna veður­spá á vef Veður­stofunnar og færð veg á vef Vega­gerðarinnar.