Þriggja bíla árekstur varð á Reykjanesbraut skömmu fyrir klukkan fimm í dag. Tveir voru fluttir á slysadeild en ekki liggur fyrir hversu harður áreksturinn var. Tafir urðu á umferð eftir áreksturinn.

Fréttin hefur verið uppfærð.