Fé­lags­heimilið Foss­búð á Skógum er ó­út­leigu­hæft og um­gengni hefur verið slæm, segir hús­nefnd.

Leigu­samningnum við ferða­þjónustu­fyrir­tækið Hótel Skóga ehf. var rift og út af stendur skuld vegna leigu.

Eig­andi fé­lagsins er Arnar Freyr Ólafs­son, nýr odd­viti Fram­sóknar­flokksins í Ár­borg.

Foss­búð er í eigu Rang­ár­þings eystra. Á fundi hús­nefndar, sem rædd var í sveitar­stjórn í apríl, var fjallað um húsið eftir að sveitar­fé­lagið tók við því á ný.

„Það er mjög illa um gengið og eld­hús­tæki horfin. Ljóst er að mikill kostnaður liggur í að laga húsið,“ segir í fundar­gerðinni. Enn fremur: „Að svo stöddu er húsið ekki út­leigu­hæft.“

„Samningnum var rift,“ segir Christine Leonor Bahner, for­maður hús­nefndarinnar. Hún segist sjálf ekki hafa séð hús­næðið áður en það var leigt Hótel Skógum og að enn sé ekki stað­fest hvaða eld­hús­tæki eru horfin. Það sem sé til skoðunar er ofn og fleira.

Christine segist ekki geta upp­lýst um hversu há leigu­skuldin sé. Sveitar­fé­lagið muni að­hafast gegn leigjandanum vegna hennar. „Það er í vinnslu,“ segir hún.