Ríflega helmingur kjósenda höfðu nýtt atkvæðisrétt sinn á höfuðborgarsvæðinu, Reykjavíkurkjördæmunum tveimur, klukkan sjö í kvöld.
Í Reykjavíkurkjördæmi norður var kjörsókn komin í 53,04 prósent klukkan sjö en var í 48,36 prósentum klukkutíma fyrr.
Svipað er upp á teningnum í Reykjavíkurkjördæmi suður en þar voru 52,91 prósent kjósenda búnir að greiða atkvæði klukkan sjö og 48,98 prósent klukkan sex.
Klukkan þrjú hafði þrjátíu prósent kjósenda greitt atkvæði á landsvísu. Kjörsóknin byrjaði þannig mjög vel í byrjun en aðeins hefur dregið úr eftir því sem líður á kvöldið.