Ríf­lega helmingur kjós­enda höfðu nýtt at­kvæðis­rétt sinn á höfuð­borgar­svæðinu, Reykja­víkur­kjör­dæmunum tveimur, klukkan sjö í kvöld.

Í Reykja­víkur­kjör­dæmi norður var kjör­sókn komin í 53,04 prósent klukkan sjö en var í 48,36 prósentum klukku­tíma fyrr.

Svipað er upp á teningnum í Reykja­víkur­kjör­dæmi suður en þar voru 52,91 prósent kjós­enda búnir að greiða at­kvæði klukkan sjö og 48,98 prósent klukkan sex.

Klukkan þrjú hafði þrjá­tíu prósent kjós­enda greitt at­kvæði á lands­vísu. Kjör­sóknin byrjaði þannig mjög vel í byrjun en að­eins hefur dregið úr eftir því sem líður á kvöldið.