Forpantanir í fyrsta hreinræktaða rafmagnsbíl Porsche, sem bera mun nafnið Taycan, eru nú komnar yfir 20.000 bíla markið. Þetta margar pantanir liggja fyrir þó svo kaupendurnir hafi ekki enn séð endanlega útfærslu bílsins og hvað þó prófað hann. Þessir kaupendur hafa allir borgað 2.500 evru staðfestingargjald og er því dauðans alvara að eignast eintak af þessum bíl. Porsche hefur brugðist við þessari miklu eftirspurn eftir bílnum með því að tryggja verulega aukna framleiðslu á bílnum frá fyrri áætlunum. 

Það er svo sem ekki að furða að margir hafi áhuga á þessum bíl þegar tölurnar um hann eru skoðaðar. Hann er 600 hestöfl og fer sprettinn í hundraðið á innan við 3,5 sekúndum og rafhlöður hans tryggja 500 km drægni. Ekki slæmar tölur þar. Með tilheyrandi hleðslustöð verður hægt að hlaða bílinn til 100 km aksturs á aðeins 4 mínútum. 

Þessar gríðargóðu móttökur sem Porsche hefur fengið í þennan bíl hefur orðið til þess að Porsche mun í kjölfarið kynna enn praktískari lengdri útfærlsu bílsins sem væri í raun langbakur. Hann fær líklega nafnið Taycan Cross Turismo og er Porsche nú þegar búið að framleiða frumgerð hans. Porsche mun byrja að afgreiða fyrstu Taycan bílana í haust.