Í Útkallsþætti kvöldsins fær Óttar Sveinsson til sín Smára Sigurðsson, fyrrum formann Landsbjargar, sem lýsir því meðal annars hvernig tilfinning það er að koma á slysstaði þar sem barna er saknað.
Smári hefur verið björgunarsveitarmaður í 45 ár og lýsir því í þættinum hvernig honum var innanbrjósts þegar leitað var að barni sem hafði farið niður í ísvök í Eyjafirði. Einnig rifjar hann upp aðkomuna að ánni Bergvatnskvísl þegar kona og þrjú börn og eitt fullorðið létust.
En Smári lýsir líka ,,sigrum í björgunarstarfinu“ – atburðum sem enda vel eftir erfiðar leitir. Atburði þar sem björgunarsveitarfólk leggur líf sitt í hættu til þess að finna og bjarga öðrum.
Hér í klippunni lýsir Smári því því þegar hann og félagar hans komu að slysinu í Bergvatnskvísl þar sem þrjú börn og einn fullorðinn lést.
„Það er bíll á hvolfi í ánni og þær frásagnir sem við fengum síðar, þá var alveg ljóst að fullorðinn einstaklingur sem var á bakkanum hinum megin óð út ánna og yfir ánna þegar að hann sá slysið gerast,“ segir Smári en kona og þrjár stúlkur létust í slysinu.
Hann segir að þeir sem hafi komið að slysinu hafi reynt að leita sér aðstoðar eftir það flestir en að það hafi verið fólk sem vann á vettvangi sem aldrei sneri aftur í björgunarsveit.
„Og ætluðu ekki að koma aftur.“
Þetta var of mikið?
„Já, þetta var atburður sem var afar sjaldgæft en við sem vorum þarna við þekktum fólkið. Við þekktum börnin og þetta voru ferðaslóðir okkar með okkar eigin börn. Óneitanlega sat þetta í manni.“
Útkallsþátturinn er sendur út klukkan 19.30 og aftur kl. 21.30.