Í Út­kalls­þætti kvöldsins fær Óttar Sveins­son til sín Smára Sigurðs­son, fyrrum for­mann Lands­bjargar, sem lýsir því meðal annars hvernig til­finning það er að koma á slysstaði þar sem barna er saknað.

Smári hefur verið björgunar­sveitar­maður í 45 ár og lýsir því í þættinum hvernig honum var innan­brjósts þegar leitað var að barni sem hafði farið niður í ísvök í Eyja­firði. Einnig rifjar hann upp að­komuna að ánni Berg­vatns­kvísl þegar kona og þrjú börn og eitt full­orðið létust.

En Smári lýsir líka ,,sigrum í björgunar­starfinu“ – at­burðum sem enda vel eftir erfiðar leitir. At­burði þar sem björgunar­sveitar­fólk leggur líf sitt í hættu til þess að finna og bjarga öðrum.

Hér í klippunni lýsir Smári því því þegar hann og fé­lagar hans komu að slysinu í Berg­vatns­kvísl þar sem þrjú börn og einn full­orðinn lést.

„Það er bíll á hvolfi í ánni og þær frá­sagnir sem við fengum síðar, þá var alveg ljóst að full­orðinn ein­stak­lingur sem var á bakkanum hinum megin óð út ánna og yfir ánna þegar að hann sá slysið gerast,“ segir Smári en kona og þrjár stúlkur létust í slysinu.

Hann segir að þeir sem hafi komið að slysinu hafi reynt að leita sér að­stoðar eftir það flestir en að það hafi verið fólk sem vann á vett­vangi sem aldrei sneri aftur í björgunar­sveit.

„Og ætluðu ekki að koma aftur.“

Þetta var of mikið?

„Já, þetta var at­burður sem var afar sjald­gæft en við sem vorum þarna við þekktum fólkið. Við þekktum börnin og þetta voru ferða­slóðir okkar með okkar eigin börn. Ó­neitan­lega sat þetta í manni.“

Út­kalls­þátturinn er sendur út klukkan 19.30 og aftur kl. 21.30.