Riða á bænum Stóru-Ökrum 1 í Akra­hreppi í Skaga­firði hefur verið stað­fest. Þetta kemur fram á vef Mat­væla­stofnunar en þar segir að nú standi yfir undir­búningur niður­skurðar fjár á bænum.

Grunur um riðu á bænum kom upp í síðustu viku og setti Mat­væla­stofnun í kjöl­farið bann á allan flutning líf­fjár innan Trölla­skaga­hólfs til bráða­birgða þar til greining var stað­fest. Nú liggur hún fyrir og í­trekar stofnunin að allur flutningur fjár innan hólfsins er bannaður.

Búið er í Trölla­skaga­hólfi og á svæði þar sem ekki hefur greinst riða síðan árið 2000. Á búinu er nú um 500 full­orðið fé auk um 300 lamba.