Riðu­veiki hefur verið stað­fest á búi í Húna­þingi vestra í Vatns­nes­hólfi. Frá þessu er greint í til­kynningu frá Mat­væla­stofnun. Þar kemur fram að síðast greindist riða í hólfinu árið 2015. Unnið er að öflun upp­lýsinga og undir­búningi að­gerða. Búið er í Vatns­nes­hólfi og í því hólfi hefur riðu­veiki komið upp á einu búi á undan­förnum 20 árum. Síðast greindist riða á bænum árið 1999.

Riðan greindist í sýni úr kind frá bænum Vatns­hóli í Húna­þingi en á bænum eru nú um 925 fjár. Bóndinn hafði sam­band við Mat­væla­stofnun sem tók sýni úr kindinni og sendi á Til­rauna­stöð Há­skóla Ís­lands að Keldum þar sem riðu­veiki var stað­fest.

Ekki er talið að þetta til­felli tengist rið­util­fellunum í Trölla­skaga­hólfi þar sem riða greindist á fimm bæjum fyrir ára­mót.

Héraðs­dýra­læknir vinnur nú að öflun far­alds­fræði­legra upp­lýsinga og út­tekt á búinu til að meta um­fang að­gerða við förgun fjár, þrif og sótt­hreinsun. Því næst fer málið í hefð­bundið ferli hvað varðar gerð samnings um niður­skurð.

Kort af Húnaþingi vestra.
Mynd/Húnaþing