Guð­mundur Gunnars­son, fyrr­verandi bæjar­stjóri Ísa­fjarðar­bæjar, segir ó­þægi­legt að þurfa að sitja undir ýmsum sögum í kjöl­far skyndi­legrar upp­sagnar hans sem bæjar­stjóri Ísa­fjarðar­bæjar en hann hefur til­kynnt að hann muni flytja frá Ísa­firði. Þá fór Guð­mundur hörðum orðum um bæjar­stjórnina í Face­book færslu þar sem hann til­kynnti málið en hann út­skýrði það nánar í Síð­degis­út­varpinu á Rás 2 í gær.

„Eftir á að hyggja má alveg segja að það hefði verið betra að leggja öll spil á borðið og segja ná­kvæm­lega hverjar skýringarnar væru og hvernig þetta hafði raun­veru­lega gerst,“ sagði Guð­mundur í við­talinu en hann segir skiljan­legt að fólk hafi verið for­vitið um hvað hafi átt sér stað. Tak­markaðar skýringar hafa fengist á starfs­lokum Guð­mundar.

Misjafnar skoðanir hluti ástæðunnar

Að­spurður um á­stæðurnar fyrir upp­sögninni vildi Guð­mundur lítið gefa upp en svo virðist vera að sam­skipta­örðug­leikar og deilur hafi átt lykil­þátt í upp­sögninni. Á­kveðið hafi verið í sam­einingu um að greina ekki frá smá­at­riðum til þess að sveitar­fé­lagið yrði ekki dregið niður í svaðið. „Ég get alveg sagt ykkur það heiðar­lega að það hefur reynt mjög mikið á að leysa ekki frá skjóðunni og segja ná­kvæm­lega frá hvernig var í pottinn búið,“ sagði Guð­mundur.

„Ég er bara þannig gerður að þarf að geta staðið með því sem er verið að gera. Ég þarf að vera heill á bak við það,“ sagði hann meðal annars og vísaði til þess að hann hafi verið með aðrar skoðanir en meiri­hluti bæjar­stjórnarinnar er skipaður full­trúum Sjálf­stæðis­flokksins og Fram­sóknar­flokksins. „Þarna var fólk að fara ein­hverja á­kveðna veg­ferð sem ekki allir voru sann­færðir um að væri sú rétta. Það held ég að hafi verið stóra skýringin á því að við náðum aldrei taktinn.“

Snjóflóðin í janúar átt hlut í málinu

Þegar hann lítur til baka segir hann aug­ljóst frá fyrsta degi að þetta yrði niður­staðan en hann hafi sjálfur ekki séð það þegar hann tók við em­bættinu. „Ég held að margir hafi vitað það, ég vissi það hins vegar ekki, að það væri hrein­lega ekki eining innan meiri­hlutans um að fara þessa leið,“ sagði Guð­mundur en vildi ekki benda á neina á­kveðna aðila.

„Svo er það bara oft þannig að það getur verið tekist á um það hverjir eiga að vera meira á­berandi en aðrir. Ef að mönnum líður eitt­hvað illa með að ein­hver sé að skína meira en aðrir að þá getur það tekið á og það getur myndast á­greiningur út frá því,“ sagði Guð­mundur einnig. Að­spurður um hvort fram­ganga hans í kringum snjó­flóðin í janúar hafi tengst því sagði hann svo vera.

„Freki karlinn er enginn einn“

Að lokum var Guð­mundur spurður út Face­book færsluna sem hann birti á Face­book þar sem hann sagði stjórn­mála­hreyfingar „um­bera fanta­brögð freka kallsins og dreifa svo róg­burði til að rétt­læta þau,“ en spurt var hvort hann ætti við Daníel Jakobs­son, odd­vita Sjálf­stæðis­flokksins á Ísa­firði, með um­mælunum.

„Freki karlinn er enginn einn, freki karlinn er held ég á­kveðið meini sem við kannski um­berum allt of oft og ég er þar með­talinn,“ sagði Guð­mundur en hann sagðist vera vitna í pistil Jóns Gnarr. „Ég held að það sé stóri lær­dómurinn sem að maður dregur af þessu, að maður á að vera miklu dug­legri við að um­bera ekki með­virkni með fanta­brögðum, og þau birtast oft í hátta­lagi freka karlsins.“

Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni á vef RÚV.