Al­þjóða­við­skipta­stofnunin (WTO) komst í júní síðast­liðnum að sam­komu­lagi um reglu­verk í kringum niður­greiðslur ríkja til sjávar­út­vegs eftir ára­tuga­langar samninga­við­ræður.

Sam­kvæmt samningnum, sem var sam­þykktur á ráð­herra­fundi WTO í Genf, verður sett bann á ríkis­styrki til ó­lög­legra, ó­skráðra og ó­stýrðra veiða, bann við ríkis­styrkjum úr of­veiddum fiski­stofnum og bann við ríkis­styrkjum til út­hafs­veiða.

„Samninga­við­ræður hafa staðið í rúma tvo ára­tugi og hófust fyrir til­stuðlan hóps ríkja sem kalla sig „Vini fiskins“,“ segir Dúi Jóhanns­son Land­mark, upp­lýsinga­full­trúi mat­væla­ráðu­neytisins, í svari við fyrir­spurn Frétta­blaðsins.

„Ís­land er í þeim hópi og hafa fasta­nefnd Ís­land og utan­ríkis­ráðu­neytið tekið virkan átt í samninga­við­ræðunum frá upp­hafi. Við­ræðurnar hafa gengið treg­lega og lögðust í dvala um tíma en á síðustu árum hefur verið vaxandi þrýstingur á að ljúka þeim.“

Dúi Jóhannson Landmark, upplýsingafulltrúi matvælaráðuneytisins, segir samningaviðræður hafa staðið yfir í rúma tvo áratugi.
Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

„Þessi niður­staða er gott fyrsta skref og bannar ríkis­styrki til skað­legustu veiðanna“

Dúi segir að aukinn kraftur hafi færst í við­ræðurnar með til­komu heims­mark­miða Sam­einuðu þjóðanna um sjálf­bæra þróun, sem kveða á um að banna skuli skað­lega ríkis­styrki í sjávar­út­vegi. „Í fyrsta skipti er því á vett­vangi WTO gert sam­komu­lag um bann við ríkis­styrkjum vegna sjálf­bærni­sjónar­miða en ekki ein­göngu út frá við­skipta­sjónar­miðum.“

Að sögn Dúa hefur samningurinn tví­þætt ó­bein á­hrif á ís­lenskan sjávar­út­veg.

„Annars vegar geta styrkir skekkt sam­keppnis­stöðu fyrir­tækja, en það fer eftir eðli þeirra, og hins vegar geta ríkis­styrkir til sjávar­út­vegs ýtt undir of­veiði og skaðað þannig fiski­stofna,“ segir í svari Dúa.

„Þessi niður­staða er gott fyrsta skref og bannar ríkis­styrki til skað­legustu veiðanna. Á­kveðið var að halda á­fram við­ræðum um að ríkis­styrkir til annarra veiða, það er innan lög­sögu ríkja og á grunni svæða­sam­starfs úr stofnum sem ekki eru of­veiddir, verði háðir því skil­yrði að veiðarnar séu sjálf­bærar.“