Reynisfjöru við Vík í Mýrdal hefur verið lokað að hluta vegna slysahættu af völdum grjóthruns. Að minnsta kosti tveir hafa slasast í fjörunni á síðustu tveimur dögum; einn karlmaður og eitt barn. Ekki hefur verið útilokað að grípa til frekari aðgerða.

„Lögregla hefur nú lokað fyrir umferð fólks í Reynisfjöru að hluta vegna hruns úr berginu austarlega, yfir fjörunni. Samkvæmt upplýsingum lögreglu slösuðust tveir þegar þeir fengu gjót á sig, annarsvegar karlmaður um tvítugt og hinsvegar barn. Meiðlsl þeirra munu þó ekki vera alvarleg. Verið er að skoða aðstæður á vettvangi og meta hvort og til hvaða aðgerða verður gripið umfram það sem búið er að loka,“ segir í tilkynningu frá lögreglu.

Lögregla hefur nú lokað fyrir umferð fólks í Reynisfjöru að hluta vegna hruns úr berginu austarlega, yfir fjörunni. Samkvæmt uppl´ysingum lögreglu slösuðust tveir þegar þeir fengu gjót á sig, annarsvegar karlmaður um tvítugt og hinsvegar barn. Meiðlsl þeirra munu þó ekki vera alvarleg. Verið er að skoða aðstæður á vettvangi og meta hvort og til hvaða aðgerða verður gripið umfram það sem búið er að loka.

Posted by Lögreglan á Suðurlandi on Monday, August 19, 2019