„Van­þakk­látasta starf á Ís­landi er að vera rann­sóknar­blaða­maður sem flettir ofan af ein­hverju. Vegna þess að um leið og það er búið þá koma „þeir“ á þig,“ segir Reynir Trausta­son rit­stjóri Mann­lífs sem varð fyrir þeirri reynslu fyrir helgi að brotist var inn í bíl hans stolið lyklum af rit­stjórninni og síðan brotist þar inn, unnin skemmdar­verk og reynt að eyði­leggja gögn.

Reynir segist einnig hafa vit­neskju fyrir því að setið hafi verið um heimili hans. Reynir verður í við­tali á Frétta­vaktinni á Hring­braut í kvöld. „Við sjáum t.d. Helga Seljan, það er setið um hann, Sam­herji, af heilli skæru­liða­deild og hann er of­sóttur,“ segir Reynir.

Hann segir að flestir for­dæmi slíka hátt­semi en vandinn sé að það eru ein­hverjir þarna sem segja „hann eiga þetta skilið“.

Hann segist finna glöggt að lög­reglan hafi gríðar­legan metnað í að upp­lýsa þetta mál, og að það sé góð til­finning, því auð­vitað sé það mjög al­var­legt mál fyrir frelsi fjöl­miðla í landinu að slíkt við­gangist. Reynir segist líka vera með sína eigin rann­sókn á málinu og að hann sé mjög ná­lægt því að vita hvað gerðist og hver braust inn.

Nánar verður rætt við Reyni í Fréttavaktinni á Hringbraut í kvöld.